Fékk fyrsta jólakortið í gær og á því var eplafrímerki sem lyktar eins og kanil og epli. Ég opna aldrei jólakort fyrr en á aðfangadag en ég held samt að ég viti út frá skriftinni frá hverjum það er.
Var að fá nýja uppskrift sem mig hefur langar að prófa Kjúklingabaunabuff strákarnir eru svo hrifnir af þannig ;o) og mér er sagt að þessi sé æði hlakka til að prófa hana í kvöld.
Hafrún Ásta sem kemst í enn meira jólaskap þegar jólakortin fara að streyma inn. er ekki búin að senda mín sjálf en er líka enn að búa þau til og er nú ekki búin með alveg nógu mörg en samt slatta ...
13 desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli