Já sinnum tveir hehe því
Föstudagur jólahlaðborð 1 með minni vinnu -
Borðhald átti að byrja klukkan 20. Jú við mættum klukkan 20 eftir að hafa lagt frekar langt frá Borginni. Já sko Hótel Borg. Allavega þá settumst við stórt hringlaga borð 4 ég, Siggi, Karen og Óli. Svo bættust í hópinn Úlfar og frú og vorum við eins og grúppíur fyrir Margréti Eir sem söng fallega en var mjög kaffærð af bassanum sem spilaður var undir. Ja svo kom maður og sagði okkur það að við værum á vitlausu borði og tróð okkur sex í 5 sæti það er tróð þar inn einum biluðum stól í viðbót og plássið okkar var eftir því auðvitað. Eins og það væri ekki nóg þá liðu um tvær klukkustundir áður en við fengum að borða og afhverju leið svona langur tími. Jú í fyrsta lagi var eitt langborð með matnum á og það fyrir 150 manns 100 á vegum minnar vinnu og 50 á ýmsum öðrum slóðum. Í öðru lagi þá hafði einhverri konu dottið í hug að breyta orðatiltækinu dettum í það á jólahlaðborði í dettum á jólahlaðborðið. Hehe jamm einhver kona ekki á vegum minnar vinnu hehe datt á hlaðborðið og þá þurfti að þrífa upp eftir hana og skipta um mat á borðinu ekki var vinsælt svona bland í poka klessa einhver. Ja þar sem við þetta myndaðist mjög löng röð sem við lentum í jamm þá gekk starfsfólkið um og bauð jólabjór og malt og appelsín, og hellti svo nánast heilum bjór yfir einn í röðinni SNILLD. Ég var farin að dauðvorkenna starfsfólkinu þarna. Já loks fengum við mat og byrjuðum á forréttunum og borðaði of mikið af þeim svo ekki gat ég notið hins eins vel. Ja svo fer ég aftur til að fá mér aðalréttinn og er að setja sósu á kjötið þegar strákurinn á undan mér (ekki vinnufélagi minn sem betur fer) horfir á diskinn minn og segir þetta er ekki svona þessi sósa var á lambið og þessi á svínið. Ég svaraði nú pent þú skalt bara borða þinn mat og ég minn hehe. Eftir mat fórum við bara heim slepptum eftirréttinum. það var um 23 en þá vorum við svo gott sem nýbúin að borða. Þó misstum við ekki af því þegar ein sem vinnur með mér og var á borði lengra frá okkur var greinilega búin að borða og hrunin í það því hún lá á öxl næstu manneskju hehe stuð. Já við fórum bara heim.
Laugardagur jólahlaðborð 2 með Sigga vinnu -
Mæting upp úr 14 á Hótel Keflavík. við mættum snemma og um leið og ég stíg inn á hótelið geri ég mér grein fyrir því að ég gleymdi spariskónum heima og er bara með hermannaklossana. við skruppum því í verslunarferð og keyptum skó stígvél á 6.900 kr sem var svo fínt verð og þeir eru æði varð ekkert þreytt í fótunum allt kvöldið þrátt fyrir mjög mjóan hæl og að þeir eru támjóir. Já svo fórum við upp á hótel í sturtu og svona og dúllast við að taka okkur til. Svo fara aðrir að týnast inn. Jón Fannar bróðir er byrjaður að vinna þarna og þau voru því þarna líka hann og Anna sem var bara stuð. Já Anna kaupir sokkabukur en tekur óvart pushup boxers hehe já það er til svo Jón Fannar þurfti að fara út á bensínstöð að kaupa sokkabuxur hehe. Jamm um 18:30 eru allir ready og svaka fínir og fara niður í fordrykkinn og svo í bílum á Ránna. Nema hvað ég þekkti ekki hann Snorra sem vinnur með Sigga hef ekki séð hann í 3-4 ár og bara þekkti hann ekki hvílík skömm (en ekki svo ólíkt mér). Já við mætum á Rána og gillið byrjar. Ekki sést til Bergþórs Pálssonar sem átti að syngja undir borðhaldi hehe svo þar sem súpan sem átti að vera var ekki sjáanleg heldur hehe þá gerðum við bara ráð fyrir því að hann lægi í súpunni en nei hann kom seinna en þó ekki með súpuna. Hann sló í gegn hann er hress karlinn. Maturinn var fínn en auðvitað át maður of mikið þar og mér var nú bara bumbullt af öllum þessum mat um helgina. Var bara fegin að fá hrísgrjón og smá kjúkling í kvöldmat í dag. Ja eftir matinn var spjallað og jú jú við fengum okkur eitthvað í glas líka ég ... Svo mætti aðal töffarinn hehehe Rúnar Júl jamm hann var að spila á Ránni. Held að synir hans hafi sungið flest lögin en þetta var gaman og ég dansaði helling á nýju skónum og drakk eitthvað tópas skot sem sagt tópas í fljótandi formi. Jú jú og dansaði við misgóða dansara. Jón Fannar bróðir er fínn dansari og gaman að dansa við hann þar til hann reyndi að rota mig held hann hafi ekki nennt að dans við mig lengur hehe. Nei nei þetta var klaufa skapur ætlaði að enda dansinn sem hafði verið með flottum snúningum og dýfum með svaka flottri dýfu í endann og hitti beint með hausinn á mér í stól. hehe KLAUFI og hann var voða sorrý og spurði hvort ég væri nú í lagi ég svaraði að ég hefði sennilega aldrei verið alveg í lagi og versnaði varla mikið meira en þetta hehe. Fórum svo upp úr klukkan 3 upp á hótel aftur og í rúmið upp úr 5 allt of seint hehe. Eftir þetta kvöld í Keflavík er ég ekki frá því Keflvíkingar séu sér þjóðflokkur hehehe en sennilega eru Reykvíkingar það líka.
Allavega var mjög gaman um helgina og svo í dag fóru Siggi og Hafsteinn í bíó á litla Kjúlla og ég og Heiðmar Máni í langan bíltúr til Keflavíkur að sækja símann hans Siggi sem varð eftir á hótelinu. Svo verlsuðum við 3 jólagjafir og fórum heim að hafa það kósý.
Hafrún Ásta þreytt eftir helgina og á að mæta í atvinnuviðtal á morgun og vonandi fæ ég bráðum svar frá lögfræðistofunni.
04 desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Já sniðugt...þannig að fyrst að ég drekk ekki og get ekki "dottið í það á jólahlaðborðum" get ég þá bara "dottið Á jólahlaðborðið" í staðinn:)
já til dæmis
Gaman að þessu :)
tek fram það var ekki Karen sem datt á jólahlaðborðið hehehe.
Hvað sagði ég sér þjóðflokkur alveg hreint
Sleginn í höfuðið með glasi og missti mikið blóð
Karlmaður var sleginn í höfuðið með glasi á veitingastað í Keflavík í gærmorgun. Maðurinn hlaut alvarlega áverka á gagnauga og missti hann mikið blóð. Var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur þar sem gert var að sárum hans.
Hann skarst einnig mikið á hendi og þurfti að gangast undir aðgerð vegna þess.
Maður sem grunaður er um árásina var handtekinn og vistaður í fangahúsi lögreglunnar í Keflavík á meðan rannsókn málsins stóð yfir.
Skrifa ummæli