20 desember 2005

Hans Klaufi

Eða réttara sagt Hafsteinn Vilbergs klaufi. Fyrir jólin í fyrra rann hann niður ísilagða brekku og sportaði "smá skrámu" á kinninni. Allavega kallaði leikskólinn það smá skrámu.
Í ár er það annað hann datt niður af stól og er með sár inn í munninum og þennan líka fallega marblett.


Hafrún Ásta sem á lítinn klaufabárð en hann geymir þetta yfirleitt svona fram að jólum þá slasar hann sig

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kysstu á bágtið frá mér

Frændi

Hafrún Ásta sagði...

Geri það. Annars er það erfitt því hann getur ekki kysst okkur heldur því hann vill ekki láta koma við það er svo fyndinn hann finnur ekkert til í þessu lengur hann er bara svo ákveðinn þessi elska.

Asdis sagði...

Litli klaufinn!! Eldri dóttir mín einmitt skartaði álíka skrámu og er þarna á kinninni á Hafsteini, nema bara að hún var á hökunni á henni, akkúrat á brúðkaupsdaginn okkar hjónanna! Gasalega flott...