Er nú alvarlega búinn að skjóta sig í fótinn núna. Hann sagði við börnin í sunnudagaskólanum að jólasveinninn væri ekki til. Og útskýrði hvers vegna að hann gæti ekki hugsað sér að ljúga að börnunum. Sem sagt ekki leyfa þeim að njóta sakleysislegrar barnatrúar. Ekki stoppaði hann þar samkvæmt DV (ekki beint áreiðanlegasta blaðið samt hehe) heldur sagði illgjarna foreldra eitthvað vera fúla yfir þessu. Í hverju felst sú illgirni spyr ég? Í því að gleðja börnin í sinni barnslegu og fallegu trú á að einhver góður gleðji þau um jólin. Ja dæmi hver og trúi hver því sem hann/hún vill.
Hafrún Ásta sem ekki er hrifin af svona hreinskilni og telur málsháttin " oft má satt kyrrt liggja" eiga við á svona tímum.
19 desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Sammála...finnst samt ekki gott heldur hjá dv að skella þessu á forsíðuna þar sem mörg börn kunna nú að lesa og geta þá komist að hinu sanna þar......kv.Linda
Akkúrat var einmitt að hugsa það sama. En þar stendur líka jólasveinninn ég er víst til en mér er alveg sama. Allt til að selja blöðin ARG!!!
Helv.. bjánaskapur er þetta! Jólasveina-öfund er eitthvað víst sem hrjáir suma prestana, en þetta er fyrir neðan allar hellur! Af hverju ekki leyfa þessum blessuðu börnum að njóta sín, ef þau eru á annað borð mætt í sunnudagaskólann þá er frekar að reyna að segja þeim frá jesúbarninu og öllu þvílíku.....Annars á meðan ég man, þá er Jesú fæddutr í mars eða apríl, ætli presturinn segi börnunum það?
Þessi Maður Er Bara Fífl!!!
Hann Var SóknarPrestur Í Langholtskirkju Þegar Ég Var Yngri, Hann Fermdi Mig Líka. Hef Aldrei Líkað Við Hann.
Enda Var Hann Látinn Fara Stuttu Eftir Það.
alveg rétt...er þetta ekki presturinn sem allt vesenið var útaf..þarna sendur til útlanda og eitthvað vesen...já..hann hefur án efa ekki heyrt orðatiltækið batnandi mönnum...eða þá að hann er að misskilja eitthvað. Ef ég væri foreldri þessara barna væri ég BRJÁLUÐ...Man það sjálf hvað þetta með skóinn gaf manni mikið þegar maður var lítill og mér finnst að öll börn eigi að fá að ganga í gegnum þetta!!! og hananú:)
Skrifa ummæli