Jæja þá er best að blogga pínu fyrst Hafsteinn er frekar óþolinmóður og nennir ekki að skrifa Oo hvað eftir annað og þegar hann átti að læra heima núna og skirfa o nennti hann ekki að vanda sig. Svo við settumst saman og dunsuðum okkur við þetta hann skrifaði öll o-in föst saman svo það leit út eins og keðja. Inntur eftir hvort honum þætti þetta ekki fallegra svona í sundur sagði hann jú. Svo las hann eins og herforingi og fannst nú heldur púkó að lesa alltaf sömu 3 síðurnar 3-var sinnum hann vill bara klára bókina.
Svo koma blöð úr skólanum í miklum mæli fylla út heilsufarsskýrslur og að maður hafi lesið hitt og þetta og um námskeið fyrir foreldrana og svo um svefn í skólum.
Ja Siggi les þetta allt líka og svo heyrist svafst þú aldrei milli 9 og 12? HA? já milli 21 og 12 á miðnætti, jú það stendur sko hér "Einnig skal bent á að í svefninum fram að miðnætti framleiðist mest af vaxtarhormón, þannig að á þeim tíma (t.d. frá kl. 21 til kl. 24) stækka börnin mest.
Er maðurinn að segja að ég sé lítil hehe nú sofa börnin mín alltaf á þessum tíma en þeir eru samt litlir. Kannski virkar þetta ekki á þessa ætt. Annars er nú hann Siggi minn enginn risi.
Að öðru ég skrapp á bóksafnið að skila bók sem varð útundan á leiðina í bókabílinn um helgina. Og þegar ég labba inn er kassi með bókum sem hægt er að kaupa fyrir 50,- kr/stk (,- kr/stk er afleiðing skiltagerðar í vinnunni) Nú og fremst í kassanum er nú bara bók sem ég hef leitað að í svona 10 ár. Hún heitir "Á leið til annarra manna - hvernig fjölfötluð stúlka rauf tjáningarfjötra sína" eftir Trausta Ólafsson. Ástæðan fyrir því að ég hef leitað þessarar bókar svona lengi og keypti hana, þrátt fyrir að hún hafi verið í láni hjá einhverjum sem hafði skrifað helling í hana og merkt við hér og þar, er að hún er skrifuð um frænku mína (systir mömmu) og mig hefur alltaf langað að eiga hana. Ég á alveg eftir að detta inn í hana þessa bók.
Jæja þá er ég farin að sauma og slaka á svo ég geti farið snemma að sofa og mætt í leikfimi á morgun, því ekki mæti ég á miðviku- og fimmtudagsmorgnunum eftir Rockstar can I get a HELL NO hehe GO Magni.
Hafrún Ásta sem virðist hafa slatta að segja.
P.S. fór ekkert í leikfimi en ætla á fimmtudaginn eftir vinnu í staðinn ;o) Ég skrifaði þetta í gærkvöldi en bloggerinn var leiðinlegur við mig þá svo ég henti þessu inn í morgun.
05 september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Mér varð illt í maganum ég hló svo mikið. Kannski þarft að fara að fara sofa fyrr Hafrún mín. He he
Gott að geta skemmt þér Sonja mín !!! Gaman að vita að einhver nennir að lesa þetta bull mitt og hafa gaman af.
Á ég að prófa í mánuð að fara fyrr að sofa og sjá hvort ég stækka eitthvað...
held það dugi ekki elskan, þú ert af kvartdvergakyni e-manstu!
en mikið öfunda ég þig af bókinni, ég er líka að leita....Annars bara syfjulegt knús að norðan;-)
Skrifa ummæli