sem er um það bil það sem ég hef að segja. Fyrst þá var ég að spyrja Hafstein að einhverju þegar hann svaraði "æji láttu ekki svona". Hann er svo fyndin stundum, svo fór hann út að leika sér og datt af sínu hlaupahjóli á annað hlaupahjól. Auðvitað meiddi hann sig og fékk horn sem hver verðlaunahrútur hefði getað verið stoltur af. Svo við skelltum á það pakka af frosnu hakki og hann æpti auðvitað því það er vont að kæla svona stórar kúlur. en hún hjaðnaði ótrúlega vel niður en hann finnur ennþá fyrir þessu. En hann lærði að nota hjálm á hlaupahjólinu líka.
Heiðmar Máni verður 3 ára núna á laugardaginn, ja hann heldur því reyndar fram að hann sé að verða 6 ára eða sess áða eins og hann segir. Ótrúlegt hvað tíminn líður.
Ég ætlaði að skrifa einhvern helling hérna en man núna ekki neitt er ótrúlega gleymin þessa dagana.
Man það kannski á morgunn...
hrós dagsins fær Ásta Lovísa fyrir ótrúlegan styrk og jákvæðni ... Knús krúttið mitt.
Hafrún Ásta gleymna.
25 september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þú ert EKKI gleymin, bara geymir ekki óþarfa upplýsingar.....eins og ég :)
Skrifa ummæli