Ég fór með strákana til tannlæknis í dag og mamma kom með til að vera með strákana á meðan ég væri í stólnum. Hafsteinn Vilbergs byrjaði og hljóp inn og sagði hæ Engilbert þú ert vinur minn (tannlæknar kannski ekki alveg vanir þessu) en það útskýrist kannski á því að Hafsteinn Vilbergs er mjög duglegur að bursta og hefur aldrei þurft að gera svo mikið meira en að hreinsa yfir með bursta hjá Engilbert. Nú tannlæknirinn hrósaði honum fyrir hversu duglegur hann var að bursta. Um leið og Hafsteinn Vilbergs fór niður úr stólnum heyrðist í Heiðmari Mána "Ég líka" og svo klifraði hann upp í stólinn. og fékk sína skoðun sem hann átti ekkert að fara í en hann kom einnig með topp einkunn og Engilbert sagði að hann væri með mjög stórar barnatennur og samkvæmt hans reynslu þýddi það að hann gæti orðið stór. En þar sem hann er með alveg eins tennur og mamma sín efa ég það stórlega og minnti tannlækninn minn (búin að fara þangað lengi) á að hann hafi sagt við mig að ég hefði átt að vera mun stærri miðað við hversu stórar tennur ég væri með (hrós eða ???) Allavega þá er ég víst undartekningin sem sannar regluna og/eða sú sem mögulega afsannar þessa kenningu.
Til gamans má geta að ég kom í gegn með A í einkunn tannlega séð ...
Hafrún Ásta sem á tvo stóra duglega stráka sem fengu í verðlaun að velja hvað ætti að vera í kvöldmatinn og völdu pítsu og borðuðu vel.
07 september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
mikið eru þið dugleg, Engilbert eða ekki,- ég fæ bara verki við að heyra minnst á tannsa;-)mínar barnatennur voru, miðað við myndir frekar litlar, svo ég passa inn í konseptið! knús til ykkar allra ljúfan mín
Ég hef aldrei verið neitt svakalega typical þú skilur aldrei dottið inn í neitt norm...
Vel tennt fjölskyldan sem er gaman :)
Það er bara frábært ;)
Skrifa ummæli