og brjálað að gera í félagslífinu þessa daga.
Á föstudaginn eftir vinnu var farið í óvissuferð og hún byrjaði á keppni milli 7 liða svokallað amazing race og var það bara gaman og réttlætti það að missa af leikfimi á föstudagsmorguninn enda mikið hlaupið og gert í þeirri keppni. Svo var farið í rútu þegar allir voru komnir og úrslitin höfðu verið kunngerð. Í rútunni var haldið niður á sundahöfn og þaðan í bát til viðeyjar þar sem við borðuðum í Viðeyjarstofu alveg rosalega góðan mat. Spjölluðum og skemmtum okkur til miðnættis og fórum þá til baka með ferjunni og ég fór heim nennti ekki niður í bæ.
Í gær vorum við svo með matarboð og Pratik, Stína og krakkarnir þeirra 5 komu með. Við snæddum lambahrygg með svona hunangssinneps gljáa mjög gott. Með öllu tilheyrandi auðvitað. Spjölluðum svo til rúmlega níu en þá voru flest börnin orðin þreytt og við ákváðum að endurtaka þetta fljótlega enda í annað sinn sem við hittumst svona og svakalega gaman í bæði skiptin.
Svo í dag er grill hjá Nonna og Ingibjörgu með frænsdystkinum Sigga, svo er aldrei að vita nema maður skjótist í Smáralind og taki á móti Magna enda á hann það fyllilega skilið svo skilst mér að Siggi sé að hugsa um að fara og horfa á fótbolta leik á Players í dag.
en já að nýju klippingunni sem getið er í titlinum. Ég fór og bað um eitthvað meira áberandi en síðast og sættumst við á strípur sem heita Crazy woman ásamt ljósari strípum og svo bara klippt vel stutt, og ég litaði augabrýrnar og augnhárin og var orðin svaka skvísa bara fyrir óvissuferðina og málaði mig svo í ofan á lag.
Jæja hvað finnst ykkur svo?
17 september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Úff...TO HOT TO HANDLE!!!! Mega-gellu-skvísu-babe!!!!!
Þú'rt klikk en TAKK
vantar bara nokkrar bláar, svona Dilana strípur
kannski ég fái mér bara svoleiðisx
jamm lýst vel á það Dagbjört þú tekur bláar ég held mig við þessar.
Æðislega flott klipping!! Alger skvísa. En kemur þú með mér í áheyrnarpróf í dag, verið að leita að fólki til að leika Hobbita í söngleik við pössum stærðarlega séð :)
hihi en sko ég get ekki sungið til að bjarga lífi mínu held ég yrði nú ekki alveg valin sko nema til að sýna í sjónvarpi sem ef þú syngur svona ekki mæta for the life of god.
Skrifa ummæli