13 september 2006

fyrirlestur og meira um Rockstar

Fyrst fyrirlesturinn sem var upp í skóla og hann Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur talaði og hann er bara þónokkuð fyndinn og margt sem hann sagði virkar vel það sem ég hef prófað ég hef til dæmis reynt að stilla mig inn á að vera róleg og kát á úlfatímanum (sem er tíminn frá því að allir koma heim úr vinnu, skóla, leikskóla og til svon 20-21) einnig þetta með að börn muna svo vel það sem er sagt í reiði og fyrir hvert slíkt skipti þarf að umbuna 3-4 sinnum. Og svo enn eitt það er ekki hægt að fá of mikið af H-vítamíni eða HRÓSI...

þá er fyrirlestri Hafrúnar Ástu um þennan fyrirlestur lokið.

já ég er húkkt ég var nú búin að viðurkenna það fyrir ykkur.

Í gær vaknaði ég klukkan 5:50 (fór í rúmið kl. 9:30) fór í leikfimi kl.6 til 7 og svo til sjúkraþjálfarans og svo heim að ná í strákana til að skutla þeim í leikskólann og skólann. Svo í vinnuna og þaðan aftur að sækja strákana og sinna þeim, elda matinn og svo vinna heim frá kl.21 - 23:30 á meðan ég beið eftir að Rockstar byrjaði. Svo var að horfa og ...

Toby var fyrstur og hann skilaði sínu bara þónokkuð vel og ég yrði ekki hissa ef hann ynni. Í seinna laginu spilaði Magni með honum og fékk tússað EVS á hausinn í kaupbæti en þetta var flott annars.

Næstur var Lukas og hann kom mér á óvart því ég skildi það sem hann sagði sem er nýtt fyrir mér. Samt finnst mér hann eitthvað svo skrýtinn.

Dilana var næst og fékk strákana til að syngja bakraddir fyrir sig. Sem var pínu kúl en svo söng hún sitt lag og þá var hún með sinn rifna kálfavöðvi hoppandi niður af sviðinu og hlaupandi og stappandi niður og alles. Ég hefði allavega fundið til.

Jæja svo er Magni og hann stóð sig mjög vel með Hush með Deep Purple og hann nær alveg ótrúlegu sambandi við Húsbandið og svo hans eigið lag sem mér fannst fínt fannst það flottarar síðast en flott engu að síður. Mangi skilar alltaf sínu. Er solid ein sog þeir kalla það. Svo baunar Tommy á Magna held að hann muni ekki vinna en 2. sæti er betra en 4. sæti það segir sig sjálft. nú svo er bara að vona að Magni komi hérna heim með húsbandið ... Það væri MAGNAÐ.

Hafrún Ásta sem veit ekki hvað hún á af sér að gera næsta þriðjudag og miðvikudag.


\|/
(@ @)
----oOOo--(_)--oOOo----

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko það veit ég, þú verður súper góð við manninn þinn og sefur svo í 8 tíma til tilbreytingar!!! En þetta með að koma í heimsókn, mig langar svo sannarlega og mun reyna í einhverri ferðinni en veit ekki hvenær;-)knús á ykkur öll

Nafnlaus sagði...

ég veit að ég ætla alla vega að reyna að koma mér fyrr í rúmið en venjulega, á samt smá eftir að sakna þáttana...ákveðið ritual í þessu ....

Hafrún Ásta sagði...

einmitt en ég held að það verði gott að lífið fari að ganga út á annað en þri og mið ROCKSTAR allt of seint.

Nafnlaus sagði...

Nú getur þú áhyggjulaus farið snemma í háttinn á þri og mið gullið mitt.... ertu ekki glöð :)

Rósa sagði...

Ég er sammála, það er ákveðið spennufall að þættirnir séu búnir.. Maður á alla vegana tónlistina til að hlusta á þar til næsta sería kemur (næsta sumar).

Hafrún Ásta sagði...

svaka glöð að komast tímalega í rúmið og í leikfimi á morgnana Karen mín

Rósa já þetta er bara búið en jú alltaf hægt að hlusta á músíkina og svona eftir á.