Svo þegar við vorum búnar að fara á sýninguna þennan daginn þá fórum við í tveggjahæða strætó og niður á Oxford street og í búðir kunni betur við rólegu búðirnar á Kensingston street. Það er frekar erfitt að komast með reisn niður í svona strætó þegar hann er að stöðvast eða hægja á sér hehehe. Svo fórum við aftur heim. En um kvöldið fóru þær Ásta og Álfheiður systir hennar snemma að sofa en við Ágústa fórum út að borða á lítinn krúttlegan ítalskann veitingastað þar sem við fengum okkur forrétt og aðalrétt sem báðir voru svo matarmiklir að ég gat ekki borðað nema helmingin af hvoru og þjónninn hélt mér findist maturinn vondur en nei þetta var geggjað lasagne.
Nú næsti dagur þá hittum við aftur Michael powell og ég náði af honum betri mynd þá. og svo fórum við upp á næstu hæð í fyrsta skipti og sáum allt þar t.d. RISAPRJÓNA og hver segir að karlmenn prjóni ekki.
Svo hittum við nú líka Margareth Sherry sem fannst gaman að 12 days of Christmas SALinu okkar. Nú og auðvitað fengum við líka mynd af henni.
Enn meira í næstu
28 mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Michael Powell er nú bara þokkalega myndó sko! Og Margaret Sherry lítur út eins og einn af karakterunum sínum hehehe!
já MS er alveg eins og út úr verki frá sér hehe fannst það einmitt. MP er líka svo indæll og gaman að tala við hann.
já hann er æði og hann er með emailið mitt hí hí og hann vildi skoða síðuna okkar en ég mundi ekki slóðina svo glatt svo hann bað um emailið frekar kannski ég sendi honum slóðina og við getum gert hann að heiðursfélaga. Hvað segirðu við því Linda...
Skrifa ummæli