12 mars 2006

djamm og stuð

Í gær fóru strákarnir til ömmu og afa að gista og foreldrarnir skelltu sér á Nings og svo á ball um nóttina. Haldið var ásama Ara Má litla bró (sem er sko miklu stærri en ég samt en það er nú heldur eki erfitt) á Holtakránna í Grafarholti tók dálítinn tíma að finna hana. Og afhverju skildum við hafa farið þangað... Jú stóri bró var að spila og Gunni vinur hans og tveir aðrir sem ég þekki ekki neitt. Við héldum uppi stuðinu þarna og lækkuðum einnig meðalaldur staðarins töluvert. hehe! Þarna var ýmislegt skrýtið fólk á sveimi og tvær konur sem hefðu getað verið mönmur Ara Más (og þá mínar líka hehe) ef ekki jafnvel ömmur. Fannst hann svona líka krúttlegur vildu að hann kæmi að dansa og fleira hehe jú og hann uppskar það að önnur kisti krossinn sinn og setti hann á ennið á honum í þakklætisskyni fyrir að taka töskuna hennar upp úr gólfinu og geyma hana þar til hún hætti að dansa. Svo mikill gentleman hehe. Held honum hafi ekki verið mikið um þessa athygli hehe. En við skemmtum okkur ótrúlega vel og hljómsveitinni eflaust líka hehe. Enda eki oft sem maður sér Keith Richards á hverfisbar í Grafarholti hehe.


Ég sver að það var gæi þar í gær sem var alveg eins og önnur þeirra sem heillaðist svona af Ara Má var svo pottþétt systir hans.

Svo þegar bandið hætti kom til mín karl og sagði ég er búin að vera að horfa á þig *hrollur*
Nú ég spurði hann (já ég var í glasi) "Þú hefur þá kannski verið að horfa á karlinn minn líka." Hvað haldið þið að gæinn hafi gert? Nei hann fór ekki og nei hann sagði ekki oh sorrý hann færði sig yfir til Sigga og fór að segja honum hvað hann ætti dýra íbúð og hvað hann velti miklum peningum í fyrirtækinu sínu. Oh já einmitt þessvegna stundar hann hverfiskrána hehehe. OJ bara og við vorum að tapa okkur í gær úr hlátri á leiðinni heim hvílíkt creepy gæi.

En Ari Már, Siggi minn, Jón Fannar, Gunni (sem tók skotum okar Ara um pásur og annað mjög vel hehe) og Anna sem bættist í hópinn á endanum (eftir að ég sagði henni að ég væri að djúsa hvort hún kæmi ekki líka og jú hún lét sig ekki vanta) takk fyrir skemmtilegt kvöld. Verst að Siggi getur eki sofið út eftir djamm ekki heldur ef hann sofnar klukan 4 hann byrjaði að reyna að vekja mig klukkan 8 svo 10 svo 11 og loks 12 honum leiddist en í stað þess að fara fram að glápa á imbann þá ákvað hann að liggja við hliðina á mér og reyna ða vekja mig reglulega ORMUR...

Hafsteinn hringdi svo um hádegi og spurði hvenær við kæmum að sækja þá og við mættum stuttu seinna eftir góða sturtu og tannburstun ...

Þeir höfðu það víst svaka fínt þar og voru voða þreyttir samt því þeir höfðu vaknað allt of snemma. Nú eru allir að leggja sig hér nema ég en spurning um að gera það líka. Eða fara að sauma. ...........SAUMA fer bara snemma í rúmið í kvöld...

Jæja þá er þetta ofurlanga blogg búið í bili.

Hafrún Ásta Over and out

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Holtakráin...jahá...sveitalegt nafn eitthvað:) enda er Grafarholtið hálfgerð sveit...ég er ekki alveg að sjá einhvern stað niðri miðbæ heita "Holtakráin":) En þú?

Hafrún Ásta sagði...

hehe nokkuð til í því. hí hí

Nafnlaus sagði...

eww hefði ekki viljað lenda í honum þessum *hrollur*

hefur "bandið" hans bróður þíns annars eitthvað nafn :)

Hafrún Ásta sagði...

Ekki hugmynd hvort bandið hefur nafn hehe hvernig hljómar Holtabandið? hehe

Karen sagði...

Stemming :)

Nafnlaus sagði...

¿Var thad ekki Rolling Stones sem var ad spila?

Hafrún Ásta sagði...

hehe ja þú segir nokkuð frændi

Freyja sagði...

Hvernig var músíkin? Þú minntist ekkert á það!!
Greinilega mikið stuð á djamminu..
Bið að heilsa Sigga og strákunum og Ara Má og Jóni Fannari.

Hafrún Ásta sagði...

það var bara fín músík spiluðu mest rokk en tóku samt "I will Survive" sem stakk pínu í stúf við hin lögin eins og "fjöllinn hafa vakað" hehe en var svaka gaman svo er skrall aftur á morgun. Londonferð í næstu viku og svo árshátíð helgina eftir það. úff brjálað að gera í félagslífinu

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, gaman að heyra frá þér á síðunni okkar. Ekkert lítið skrall á ykkur hjónakornunum, maður hálföfundar ykkur að komast svona vel frá drengjunum. Það er munur þegar afinn og amman og frændur og frænkur eru nálægt.

Bestu kveðjur frá baunalandi.
Kristín og Siggi