Jamm viðtalið gekk vel svo vel að ég byrjaði í morgun klukkan 8 og fyrsti dagurinn var fínn. Ég fékk að hætta strax hjá Sýslumanninum því ég fékk útborgað eftir á svo ég hafði ekki fengið nein laun í ár svo þetta var bara einfaldara og verkefnið sem ég var í var búið svo þetta var svo heppilegt.
Nýja vinnan er fín og fólkið þar hresst og skemmtilegt.
Svo í fyrramálið kl.6 byrja ég aftur í leikfiminni vonandi lifi ég það af hehe.

Var með saumaklúbb í gær og það er alltaf svo gott að fá stelpurnar í heimsókn.
Hafrún Ásta sem byrjaði nýja árið í nýju starfi sem verður án efa skemmtilegt.
2 ummæli:
Til hamingju frá fjölskyldunni í Emdrup!!!
En hvar er eiginlega nýja vinnan? Og í hverju felst hún?
kveðjur og knús
Til hamingju. Ég hefði líka ráðið þig á staðnum sko :)
Hvar er þetta annars?
Skrifa ummæli