í nýju vinnunni og mér líkar hún vel fann fyrir pínu svona álagi í dag en lærði nýja skipulagningu af því hehe. Í stuttu máli þá líkar mér þetta mjög vel og er alsæl með að hafa skipt yfir.
Að öðru hehe Á okkar heimili er ekki suðað um að fá kisu eða hund. NEI Hafsteinn Vilbergs sat á klósettinu og sagði allt í einu "pabbi má ég fá litla systir". Hann hefur oft spurt mig að þessu. Svo þegar Siggi sagði en ef það kemur ekki systir ef það kemur annar bróðir. Þá sagði hann geturðu ekki bara sett systir í magann hennar mömmu. Aðspurður afhverju hann vildi systir svaraði hann "Svo hún geti leikið við Heiðmar Mána svo ég þurfi ekki alltaf að leika við hann. hehe BÖRN. Og þegar þetta fékk ekki okkur foreldrana til að segja já ok búum til systir þá sagði hann gerðu það plís mig langa svo í systir.
Að enn öðru, keypti mér ný leikfimisföt í dag þó ekki væri nema til að vekja mig af dvala og rífa mig upp úr rúminu og mæta í leikfimi. Og það virkaði svo vel að ég fór eftir vinnu þegar Siggi var heima.
Hafrún Ásta sem verður vonandi farin að mæta 3 í viku aftur á no time. Verst að það er klukkan 6 á morgnana.
11 janúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Dugleg! Gaman að heyra að þú skemmtir þér í nýju vinnunni og mér finnst þið Siggi hræðileg að gefa barninu ekki litla systur!
Lítið mál að búa til eitt kríli og KOMA SVO
Hahahaha!
Já he he en þið fyrir Hlyn hehe.
Hahahaha!
Right!!
Veit ekkert hvort að Hlyn langar í systkini, hann er amk ekki að suða um það á meðan hann er á klóinu ;)
hehehe Hafsteinn er búinn að biðja um þetta reglulega frá því Heiðmar Máni fæddist.
Uss uss uss... bara heimtað systi, vona að míni guttar fái ekki svona flugu í hausinn! Flott að þér líki svona nýja vinnan :)
Ég get sagt þér það að Birtu langar bara ekkert í annað systkini, finnst róbert bara alveg nóg :)
hehe já við skiljum ekkert í þessu að hann vilji þetta svona innilega.
Skrifa ummæli