Þar sem það er ekki vinsælt að blogga á fullu í vinnunni svona til að byrja með allavega hehe, þá verðið þið að sætta ykkur við svona örblogg þegar ég held ég hafi eitthvað að segja.
Á morgun er þrettándinn og síðasti jólasveinninn farinn heim til fjalla. Þá tíðkast einnig að taka niður jólaskrautið sem verður ekki svo flókið í ár. Hvers vegna? Nú kannski vegna þess að við fórum norður um jólin og eyddum áramótunum hjá mömmu og pabba svo við settum aldrei upp jólatré í ár. Hafsteinn var nú ekki mjög glaður með það. En þar sem við vorum komin norður 22. des þá náðum við ekki að setja það upp á þorláksmessu eins og vanalega, í fyrsta lagi 22. des. Svo það er bara svona smotterí og seríur. Höfum helgina í að ná þessu niður. Siggi stakk nú samt upp á að framleggja jólin bara svo það þyrfti ekki að taka þetta niður strax.
Veit ekki hvað ég á að segja meira, er eitthvað andlaus.
saumaklúbbur á laugardaginn og svo ætla sálfræðiskvísurnar að hittast á mánudaginn. Ótrúlegt að það er annað hvort í öxla eða eyra í félagslífinu hehehe.
Jæja hætt í bili verð ein í vinnunni á morgun þarf að vera vel sofin. Töldum sko lagerinn í dag geðveikt duglegar og kláruðum og vorum bara að eftir hádegi.
Hafrún Ásta vinnusama
05 janúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
til hamingju með vinnuna :)
Blessuð ;) Og já til hamingju með vinnuna. Vonandi að þér líki hún vel :) Bið bara að heilsa öllum strákunum mínum :) Langaði bara að kvitta og segja hæ ;)
Kveðja Sigrún :)
Svo langar mig að senda þér myndir frá sem ég tók um jólin, á hvaða mail á ég að senda? (annað en hotmail)
Kv, Sigrún
takk takk stelpur.
Sigrún já ég er með hafrunh@gmail.com hlakka til að sjá nýjar myndir.
Jæja Hafrún. Nú verðurðu að blogga þegar þú kemur heim úr vinnunni í staðinn :) Erþaggi?
Ég sendi þér nokkrar sætar á samt fleiri ;) Þú sér þær bara seinna ;)
Kv, Sigrún
Skal gera mitt besta hehe. Ætla að blogga í kvöld einmitt fer ekki í tölvuna heima á hverju degi hehe.
Skrifa ummæli