30 september 2006

Hann er sko snillingur

hann Laddi var að horfa á rúv og hann og Halli voru greinilega mjög skemmtilegir saman í sjónvarpinu og síðasta atriðið var óborganlegt enda báði í rkjólum og með kjánalegar hárkollur og danspor sem vru innilega út í hött og sungu við erum tvær úr tungunum hihihihihihi við Siggi hlógum dátt.

Það greinilega til hellingur af góðu gömlu efni... allavega grínefni..

Hafrún Ásta

29 september 2006

jæja já

Alltaf nóg að gera. Ég virðist vera að drukkna í vinnunni hef verið að vinna pínu með heima stundum en hef tekið meðvitaða ákvörðun um að það sé ekki góð hugmynd strákarnir þurfa sína athygli. Ein í vinnunni sagði ja þú þarft bara að fara að segja nei við nýjum verkefnum Hafrún mín hehe sennilega hellingur til í því.

Strákarnir stækka ótrúlega hratt Heiðmar Máni er að verða 3 ára á morgun ótrúlegt ég bara fatta ekki hvernig þetta má vera því ég er alltaf jafn ung og hress ha... Hafsteinn Vilbergs er að byrja á sinni sjöttu lestrarbók.

Ég virðist vera að verða nokkuð góð í að veiða geitunga þeim fyrsta sleppti í lifandi út en sá seinni fékk verri útreið hann spreyaði ég niður með hárspreyi þar til hann var á gluggakistunni og þá setti ég glas yfir hann og fór út og lokaði hurðinni þar gaf hann svo upp öndina en ég lét Sigga um að koma ja líkinu út úr herberginu því ég snerti ekki svona kvikyndi.

Svo er bara að fara á balla á laugardaginn maður verður að fara og dansa pínu er það ekki. Við Siggi ætlum á Broadway á Magna og Dilönu ásamt Á móti sól.

Meira man ég svo ekki. Las að vísu um minnistöflur í dag í blaðinu kannski er það málið.

Hafrún Ásta sem virðist hálf minnislaus stundum.

25 september 2006

allt og ekkert

sem er um það bil það sem ég hef að segja. Fyrst þá var ég að spyrja Hafstein að einhverju þegar hann svaraði "æji láttu ekki svona". Hann er svo fyndin stundum, svo fór hann út að leika sér og datt af sínu hlaupahjóli á annað hlaupahjól. Auðvitað meiddi hann sig og fékk horn sem hver verðlaunahrútur hefði getað verið stoltur af. Svo við skelltum á það pakka af frosnu hakki og hann æpti auðvitað því það er vont að kæla svona stórar kúlur. en hún hjaðnaði ótrúlega vel niður en hann finnur ennþá fyrir þessu. En hann lærði að nota hjálm á hlaupahjólinu líka.

Heiðmar Máni verður 3 ára núna á laugardaginn, ja hann heldur því reyndar fram að hann sé að verða 6 ára eða sess áða eins og hann segir. Ótrúlegt hvað tíminn líður.

Ég ætlaði að skrifa einhvern helling hérna en man núna ekki neitt er ótrúlega gleymin þessa dagana.

Man það kannski á morgunn...

hrós dagsins fær Ásta Lovísa fyrir ótrúlegan styrk og jákvæðni ... Knús krúttið mitt.

Hafrún Ásta gleymna.

22 september 2006

Lasin heima

Ég fór heim úr vinnunni í gær lasinn. Dró mig svo fram úr rúminu í morgun til að fara í sjúkraþjálfun en hann sagði ef þú ert veik þá er ekki hægt að gera þetta svo komdu aftur á þriðjudaginn svo ég sit hérna heima enn veik. við erum að tala um smá beinverki, magakrampa annað slagið, heitt og kalt til skiptis, hausverk og svona þreyta í augunum ... Merkilegast samt er að með þessu öllu virðist ég ekki fá hita. Svo manni finnst maður vera að slæpast að drulla sér ekki í vinnuna. En ég tek helgina í að jafna mig og koma mér svo aftur í vinnuna því þar er sko nóg að gera.

Er að fá nýtt verkefni sem er næstum jafnstórt og það sem ég hef nú þegar svo mig vantar svona 1-2 daga í vikuna hvar sæki ég um það. Eða get ég kannski losað mig við eitthvað af því sem ég er með fyrir. hihi ... ég er með það til prufu en aldrei að vita nema ég taki það alveg að mér ... er spennandi en þá verður mjög mikið að gera hjá mér í vinnunni ekki bara mikið.

Hafrún Ásta lasna sem vann pínu heima í veikindunum hehe en ekki hvað.

18 september 2006

Er ég Hobbitti

Framleiðendur söngleikjaútgáfu af Hringadróttinssögu eru á höttunum eftir tuttugu leikurum sem geta gert hinum smávöxnu og fótstóru hobbitum sannfærandi skil auk þess sem þeir þurfa að geta sungið tvö lög. Umsækjendur verða að vera lægri en 170 cm og á aldrinum 16-35 ára. Að sögn framleiðenda eru hærðar tær og fætur "æskileg" einkenni en þó ekki nauðsynleg.
Ráðgert er að setja söngleikinn upp í Theatre Royal-leikhúsinu í London á næsta ári en hann hefur áður verið á fjölunum í Toronto í Kanada. Búist er við að eitthvað verði krukkað í handrit söngleiksins áður eftir að kanadískir gagnrýnendur gáfu honum slaka einkunn.
Áheyrnaprufur fara fram næstkomandi mánudag.

Þetta er spurning um að taka þátt ég get að vísu ekki sungið svo það gæti sett strik í reikninginn hitt hef ég alveg á hreinu.

Hobbita nafnið mitt er Elaengwen Underhill of Westmarch
ef föðurnafnið er með þá Swniver Starsley , Ring-finder

Álfanafnið mitt er Deluwiel Queen of Doriath kann nú betur við það en svona er það...

Hafrún Ásta kjáni en hvað segiði ég veit að Karen er game með einhver annar. Prufurn eru víst í dag.

17 september 2006

Ný klipping

og brjálað að gera í félagslífinu þessa daga.

Á föstudaginn eftir vinnu var farið í óvissuferð og hún byrjaði á keppni milli 7 liða svokallað amazing race og var það bara gaman og réttlætti það að missa af leikfimi á föstudagsmorguninn enda mikið hlaupið og gert í þeirri keppni. Svo var farið í rútu þegar allir voru komnir og úrslitin höfðu verið kunngerð. Í rútunni var haldið niður á sundahöfn og þaðan í bát til viðeyjar þar sem við borðuðum í Viðeyjarstofu alveg rosalega góðan mat. Spjölluðum og skemmtum okkur til miðnættis og fórum þá til baka með ferjunni og ég fór heim nennti ekki niður í bæ.

Í gær vorum við svo með matarboð og Pratik, Stína og krakkarnir þeirra 5 komu með. Við snæddum lambahrygg með svona hunangssinneps gljáa mjög gott. Með öllu tilheyrandi auðvitað. Spjölluðum svo til rúmlega níu en þá voru flest börnin orðin þreytt og við ákváðum að endurtaka þetta fljótlega enda í annað sinn sem við hittumst svona og svakalega gaman í bæði skiptin.

Svo í dag er grill hjá Nonna og Ingibjörgu með frænsdystkinum Sigga, svo er aldrei að vita nema maður skjótist í Smáralind og taki á móti Magna enda á hann það fyllilega skilið svo skilst mér að Siggi sé að hugsa um að fara og horfa á fótbolta leik á Players í dag.

en já að nýju klippingunni sem getið er í titlinum. Ég fór og bað um eitthvað meira áberandi en síðast og sættumst við á strípur sem heita Crazy woman ásamt ljósari strípum og svo bara klippt vel stutt, og ég litaði augabrýrnar og augnhárin og var orðin svaka skvísa bara fyrir óvissuferðina og málaði mig svo í ofan á lag.
Jæja hvað finnst ykkur svo?

13 september 2006

fyrirlestur og meira um Rockstar

Fyrst fyrirlesturinn sem var upp í skóla og hann Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur talaði og hann er bara þónokkuð fyndinn og margt sem hann sagði virkar vel það sem ég hef prófað ég hef til dæmis reynt að stilla mig inn á að vera róleg og kát á úlfatímanum (sem er tíminn frá því að allir koma heim úr vinnu, skóla, leikskóla og til svon 20-21) einnig þetta með að börn muna svo vel það sem er sagt í reiði og fyrir hvert slíkt skipti þarf að umbuna 3-4 sinnum. Og svo enn eitt það er ekki hægt að fá of mikið af H-vítamíni eða HRÓSI...

þá er fyrirlestri Hafrúnar Ástu um þennan fyrirlestur lokið.

já ég er húkkt ég var nú búin að viðurkenna það fyrir ykkur.

Í gær vaknaði ég klukkan 5:50 (fór í rúmið kl. 9:30) fór í leikfimi kl.6 til 7 og svo til sjúkraþjálfarans og svo heim að ná í strákana til að skutla þeim í leikskólann og skólann. Svo í vinnuna og þaðan aftur að sækja strákana og sinna þeim, elda matinn og svo vinna heim frá kl.21 - 23:30 á meðan ég beið eftir að Rockstar byrjaði. Svo var að horfa og ...

Toby var fyrstur og hann skilaði sínu bara þónokkuð vel og ég yrði ekki hissa ef hann ynni. Í seinna laginu spilaði Magni með honum og fékk tússað EVS á hausinn í kaupbæti en þetta var flott annars.

Næstur var Lukas og hann kom mér á óvart því ég skildi það sem hann sagði sem er nýtt fyrir mér. Samt finnst mér hann eitthvað svo skrýtinn.

Dilana var næst og fékk strákana til að syngja bakraddir fyrir sig. Sem var pínu kúl en svo söng hún sitt lag og þá var hún með sinn rifna kálfavöðvi hoppandi niður af sviðinu og hlaupandi og stappandi niður og alles. Ég hefði allavega fundið til.

Jæja svo er Magni og hann stóð sig mjög vel með Hush með Deep Purple og hann nær alveg ótrúlegu sambandi við Húsbandið og svo hans eigið lag sem mér fannst fínt fannst það flottarar síðast en flott engu að síður. Mangi skilar alltaf sínu. Er solid ein sog þeir kalla það. Svo baunar Tommy á Magna held að hann muni ekki vinna en 2. sæti er betra en 4. sæti það segir sig sjálft. nú svo er bara að vona að Magni komi hérna heim með húsbandið ... Það væri MAGNAÐ.

Hafrún Ásta sem veit ekki hvað hún á af sér að gera næsta þriðjudag og miðvikudag.


\|/
(@ @)
----oOOo--(_)--oOOo----

12 september 2006

Rockstar kvöld

Ekki gleyma að kjósa Magna í kvöld væri ekki verra að han fái að syngja á miðvikudaginn aftur. Go Magni... Hvernig skildi þetta fara á morgun en ég ætla að vaka og kjósa! EN ÞIÐ???

Hafrún Ásta sem verður fegin þegar Rockstar er hætt þá get ég farið tímalega í rúmið hehe.

09 september 2006

Skemmtilegt kvöld

Í gær var æðislegt kvöld hér kom fólk í mat mamma, pabbi, Ari Már bróðir, Frændi, Stella og Jón Kristján. Við borðuðum öll saman saltkjöt og baunir nammi namm!!! Svo spiluðum fram eftir kvöldi og strákarnir fóru bara að sofa svo svakalega góðir og allt í einu uppgötvuðum við að við höfðum ekkert heyrt í strákunum og að þeir væru steinsofnaðir fóru að vísu í seinni kanntinum í rúmið en samt svo duglegir.

Jæja svo kíkti Sigrún og við spiluðum öll og spjölluðum og hlógum svo fórum Frændi, Stella, mamma og pabbi en Jón Kristján, Ari Már og Sigrún urðu eftir og spjölluðu hér frameftir.

Sem sagt mjög skemmtilegt kvöld og takk öllsömul fyrir skemmtilega kvöldstund.

Hafrún Ásta sem hefur gaman af að eiga skemmtilega ættingja.

07 september 2006

Tannlæknaferð

Ég fór með strákana til tannlæknis í dag og mamma kom með til að vera með strákana á meðan ég væri í stólnum. Hafsteinn Vilbergs byrjaði og hljóp inn og sagði hæ Engilbert þú ert vinur minn (tannlæknar kannski ekki alveg vanir þessu) en það útskýrist kannski á því að Hafsteinn Vilbergs er mjög duglegur að bursta og hefur aldrei þurft að gera svo mikið meira en að hreinsa yfir með bursta hjá Engilbert. Nú tannlæknirinn hrósaði honum fyrir hversu duglegur hann var að bursta. Um leið og Hafsteinn Vilbergs fór niður úr stólnum heyrðist í Heiðmari Mána "Ég líka" og svo klifraði hann upp í stólinn. og fékk sína skoðun sem hann átti ekkert að fara í en hann kom einnig með topp einkunn og Engilbert sagði að hann væri með mjög stórar barnatennur og samkvæmt hans reynslu þýddi það að hann gæti orðið stór. En þar sem hann er með alveg eins tennur og mamma sín efa ég það stórlega og minnti tannlækninn minn (búin að fara þangað lengi) á að hann hafi sagt við mig að ég hefði átt að vera mun stærri miðað við hversu stórar tennur ég væri með (hrós eða ???) Allavega þá er ég víst undartekningin sem sannar regluna og/eða sú sem mögulega afsannar þessa kenningu.

Til gamans má geta að ég kom í gegn með A í einkunn tannlega séð ...

Hafrún Ásta sem á tvo stóra duglega stráka sem fengu í verðlaun að velja hvað ætti að vera í kvöldmatinn og völdu pítsu og borðuðu vel.

06 september 2006

Rockstar Magnavaka

hehe algjör snilld söngvarinn úr hljómsveitinni Reykjavík kom með besta nafnið á Lukas hehe "NewMetal dvergurinn" æji þar sem ég er nú ekki stór sjálf þá fannst mér þetta svo fyndið. En það sem var enn fyndnara var klippan með Sylvíu Nótt þar sem hún segir við Lukas "Það er æði hvað þú ert kominn langt miðað við að þú ert fatlaður" og Lukas varð eins og asni í framan og sagði "Hvað meinarðu með fatlaður?" Ég og Siggi hlógum mikið hérna en nú horfa svo blogga meira seinna á eftir eða á morgun.

Hafrún Ásta sem hló dátt.

05 september 2006

Bara fyndið

að blanda saman Bítlunum og Metallica.

En það er nákvæmlega það sem Beatallica gerir



Hér má nálgast sýnishorn að hvernig það hljómar.

Hafrún Ásta sem hefur húmor fyrir svona, sem Metallica aðdáandi sem hefur gaman að Bítlunum.

Svefn og fleira ...

Jæja þá er best að blogga pínu fyrst Hafsteinn er frekar óþolinmóður og nennir ekki að skrifa Oo hvað eftir annað og þegar hann átti að læra heima núna og skirfa o nennti hann ekki að vanda sig. Svo við settumst saman og dunsuðum okkur við þetta hann skrifaði öll o-in föst saman svo það leit út eins og keðja. Inntur eftir hvort honum þætti þetta ekki fallegra svona í sundur sagði hann jú. Svo las hann eins og herforingi og fannst nú heldur púkó að lesa alltaf sömu 3 síðurnar 3-var sinnum hann vill bara klára bókina.

Svo koma blöð úr skólanum í miklum mæli fylla út heilsufarsskýrslur og að maður hafi lesið hitt og þetta og um námskeið fyrir foreldrana og svo um svefn í skólum.
Ja Siggi les þetta allt líka og svo heyrist svafst þú aldrei milli 9 og 12? HA? já milli 21 og 12 á miðnætti, jú það stendur sko hér "Einnig skal bent á að í svefninum fram að miðnætti framleiðist mest af vaxtarhormón, þannig að á þeim tíma (t.d. frá kl. 21 til kl. 24) stækka börnin mest.

Er maðurinn að segja að ég sé lítil hehe nú sofa börnin mín alltaf á þessum tíma en þeir eru samt litlir. Kannski virkar þetta ekki á þessa ætt. Annars er nú hann Siggi minn enginn risi.

Að öðru ég skrapp á bóksafnið að skila bók sem varð útundan á leiðina í bókabílinn um helgina. Og þegar ég labba inn er kassi með bókum sem hægt er að kaupa fyrir 50,- kr/stk (,- kr/stk er afleiðing skiltagerðar í vinnunni) Nú og fremst í kassanum er nú bara bók sem ég hef leitað að í svona 10 ár. Hún heitir "Á leið til annarra manna - hvernig fjölfötluð stúlka rauf tjáningarfjötra sína" eftir Trausta Ólafsson. Ástæðan fyrir því að ég hef leitað þessarar bókar svona lengi og keypti hana, þrátt fyrir að hún hafi verið í láni hjá einhverjum sem hafði skrifað helling í hana og merkt við hér og þar, er að hún er skrifuð um frænku mína (systir mömmu) og mig hefur alltaf langað að eiga hana. Ég á alveg eftir að detta inn í hana þessa bók.

Jæja þá er ég farin að sauma og slaka á svo ég geti farið snemma að sofa og mætt í leikfimi á morgun, því ekki mæti ég á miðviku- og fimmtudagsmorgnunum eftir Rockstar can I get a HELL NO hehe GO Magni.

Hafrún Ásta sem virðist hafa slatta að segja.

P.S. fór ekkert í leikfimi en ætla á fimmtudaginn eftir vinnu í staðinn ;o) Ég skrifaði þetta í gærkvöldi en bloggerinn var leiðinlegur við mig þá svo ég henti þessu inn í morgun.

02 september 2006

Hvor skildi vera betri





QuizGalaxy!
'What will your obituary say?' at QuizGalaxy.com






QuizGalaxy!
'What will your obituary say?' at QuizGalaxy.com


Hvort vill maður að skjaldbökurnar sakni manns eða kalli prins...
Hafrún Ásta kjáni