1. Aldrei í lífi mínu: Mundi ég særa þá sem mér þykir vænt um viljandi.
2. Þegar ég var fimm ára: Fannst mér ég svakalega stór en mér finnst Hafsteinn ekki svo stór. Já og ég kunni að lesa og Hafsteinn kann það líka núna.
3. Menntaskóla árin voru: skemmtileg og lærdómsrík
4. Ég hitti einu sinni: Lauru Dern (wild at heart) og spjallaði við hana í 30 mínútur þegar ég vann á skemmtistað (hún er hress) annars hef ég hitt svo mikið af skemmtilegu fólki að það tæki eilífð að telja þá alla upp.
5. Einu sinni þegar ég var á bar: Var mér hent út fyrir að vera of ung ég var 22 alveg satt því að þeir vildu ekki trúa því að vinkona mín sem var elst af okkur þremur og ég í miðjunni væri þetta gömul, believe it or not hún er barnalegri en ég í framan og jafn lítil
6. Síðastliðna nótt: Vaknaði Heiðmar Máni klukkan 5 og var að hósta um grænu slími var mjög smart svoleiðis og sofnaði svo ekki aftur.
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: Var næstum í dag til að sjá tengdó syngja en verður sennilega þegar ég fer í brúðkaup næst enda veit ég um tvö sem eiga að vera innan árs.
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: Saumastandinn minn, lampa og síðast en ekki síst Sigga og Heiðmar Mána leika sér.
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: Saumahornið mitt það er kommóða full af skemmtilegu saumadóti og litla kommóðu fulla af garni og annað skemmtilegt saumadót.
10.Þegar ég verð gömul/gamall: Ætla ég að vera jafn hamingjusöm og í dag. Einnig ætla ég að vera ungleg gömul kona þar sem ég er svona barnaleg í framan ennþá 30 ára.
12. Um þetta leyti á næsta ári: Verður Heiðmar Máni orðinn 3 og hálfs árs og Hafsteinn 6 og hálfs árs, ég búin að koma mér vel fyrir í vinnunni og við vonandi að fara í frí öll saman til útlanda um sumarið ...
13. Betra nafn fyrir mig væri: Ja nú veit ég ekki þið megið tjá ykur um það endilega.
14. Ég á erfitt með að skilja: Stríð, illgirni, lygar og svo margt annað til dæmis kínversku en það er sennilega því ég kann ekki eitt orð í henni.
15. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég brosi til þín með augnum líka og trúðu mér það mun ekki fara framhjá þér ...
16. Fyrsta manneskjan til að eignast barn í þínum vinahóp væri: Flestir í honum eiga börn... Yrði meira spennandi að spá um hver verður næst... En samt ekki ég veit hver verður næst.
17. Farðu eftir ráðum mínum: Og lifðu lífinu lifandi og ekki láta aðra segja þér ða þú getir ekki látið drauma þína rætast. Lærðu að vera heyrnarlaus þegar fólk gerir lítið úr þér eða draumum og hugmyndum þínum.
18. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: sennilega banani allavega algengastur þegar ég fer í leikfimi alltaf banani fyrst en ef ég er ekki að fara í leikfimi er það oft hafrakoddar með mjólk eða ristabrauð með bláberjasultu og osti NAMM
19. Afhverju myndir þú hata mig: Ég veit það ekki ég reyni eins og ég get að passa upp á að enginn hafi ástæðu til þess en ef það er svo vona ég að það breytist.
20. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: ég væri í miklum vafa eða væri ekki ástfanginn af manninum sem ég væri að fara að giftast, en ég er sem betur fer gift manninum sem ég elska mest af öllum.
21. Heimurinn mætti alveg vera án: Fordóma, lyga, óheiðarleika og ég get nefnt marga vonda menn en held að það hefði alltaf verið einhver annar í stað þeirra sem hefðu gert eitthvað svipað en vonandi einn daginn lærum við að lifa öll í sátt og samlyndi.
22. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: held ég haldi því fyrir mig þeki fólk sem væri víst til að búa til slíkar aðstæður. Nei ég segi nú bara svona en ég bara veit ekki ...
23. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: skóreimari og spliff, donk og gengja.
24. Ef ég geri e-ð vel, er það: ég er góð í höndunum það er mér þykir gaman að föndra og sauma krosssaum svo get ég skrifað ágætlega. Einnig held ég að ég sé góð mamma. Og ég get eldað góðan mat.
25.Myndir sem þú fellir tár yfir eru: Titanic þegar ég sá hana fyrst ... svo eru allar svona þar sem fólk þjáist og deyr sérstaklega úr sjúkdómum og börn og dýr... algjör sökker.
Lag líðandi stundar: Rock & roll Haleluja er ekki Lordi að meika það, er að fá nóg af Congratulations með Sylvíu Nótt
Gullkorn líðandi stundar: Þegar Hafsteinn spurði pabba sinn hvenær hann fengi litla systir og var sagt að mamma og pabbi þyrftu þá að búa hana til (er ekki í bígerð eins og er) og hann spurði þá má ég horfa á ... svo kom aðeins seinna hvernig gerið þið eiginlega hárið. Siggi varð pínu vandræðalegur.
Minning líðandi stundar: Mér er ofarlega í minni alltaf fæðingar strákana og gifting okkar Sigga sem er allt gleðilegar stundir en alltaf man ég ferð mína með Hafstein í sjúkrabíl þegar hann var 1 og hálfs árs það var aftur á móti skelfileg lífsreynsla.
Mynd líðandi stundar:
Tekin í London á handavinnusýningunni og þetta eru sko engir smá prjónar.
12 maí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hehe búin að leiðrétta þetta.
Skrifa ummæli