Ég heiti Hafrún Ásta ****** og bý í ******** í Grafarvogi. Ég var að velta fyrir mér hvort hægt væri að setja upp skilti þar sem keyrt er inn í hverfið heima og á því stæði stórum stöfum "Mundir ÞÚ keyra á löglegum hraða ef barnið ÞITT léki sér hér?" eða "Mundir ÞÚ keyra hægar, ef barnið ÞITT væri hér að leik?" Hér er almennt ekið allt of hratt í götunum og virðist fólk ekki sjá að hér er 30 km hámarkshraði eða því er sama. Þetta ástand er örugglega að finna í öðrum hverfum. En ég veit að hér er mikið af barnafólki sem er óanægt með hraðann í hverfinu að það sé ekki tekið meira mark á því og fékk þá hugmynd að svona skilti mundi gera gang.
Svo ég er búin að láta verða að því hvað þeir svo gera við hann er annað mál.
Hafrún Ásta sem væri vís til að setja skiltið up sjálf.
8 ummæli:
þú náttúrulega setur skiltið upp sjálf ef þeir bregðast ekki skjótt við!! Kemur svo örugglega í Ísland í dag og sonna......:). Flott hjá þér skvísa!
kv.Linda
frábært! gott hjá þér að senda þeim póst :)
Frábært. sko ef að þeir styðja ekki þessa hugmynd þína þá eru þetta alveg einstaklega fávíst fólk eða barnlaust ;)
nei takk ég vil ekkert koma í Ísland í dag ég vil bara að börnin mín séu ekki í hættu enda held ég að það sé ólöglegt að setja upp skilti sjálf... nema kannski bara tréskilti sem stendur hér og þar.
Frábær hugmynd. Þú ert í vitlausum bransa, ættir að vera í auglýsingabransanum!
hehe þó maður fái nú eina góða hugmynd hehe
hmmhmm vil bara benda á að þó maður sé barnlaus þá getur maður nú alveg borið hag barna fyrir brjósti!!! Þannig að ef hún fær ekki svör þá er það ekki þar með sagt að þeir sem þar eiga hlut að máli séu barnlausir!!!!! Og hananú!!!...
...ein orðin frekar þreytt á fordómum gagnvart barnlausu fólki:)
Já ekkert svar komið enn og ég efa að allt fólkið þar sé barnlaust kannski fór það ekki á réttan stað, kannski er bara brjálað að gera þar, kannski eru þeir bara að pæla í þessu. :)
Skrifa ummæli