Jæja ekki var nú mikið fjör í litháenska laginu sem komst áfram .. "We are the winners" sem Siggi því miður er kominn með á heilann alveg skelfilegt lag en svo virtist Silvía Nótt ekki ráða við sitt lag hvort sem hún var veik eða ekki. Svo mér fannst hún nú ekki eiga beint skilið að halda áfram miðað við frammistöðu sína í keppninni. Má ég þá frekar biðja um Geddu gulrót kjólinn hennar Selmu frá því í fyrra. Ég hef grun um að það þurfi eitthvað stórlag (Regínu...) til að við komumst upp úr undankeppninni. Aftur á móti fannst mér LORDI æði og mun halda með þeim á laugardaginn. Að vísu sagðist ég ekki muna horfa á Eurovision á laugardaginn ef Litháen færi áfram en ekki við en ég verð samt að taka þau aftur til baka því ég verð að styðja LORDI þeir voru bara flottir á sviðinu...
Hafrún Ásta sem er ekki hissa á að við erum ekki með á laugardaginn.
18 maí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Sammála með Silvíu hún var svo móð og andstutt og bara ill sungið hjá henni. En þetta we are the winners lag... ömurlegt. Ég reyndar horfði mjög lítið á þetta, bara 3 síðustu lögin og svona heyrði hin.
já og Birta grét sig í svefn annað árið í röð :) Finnst það bara lélegt að komast ekki áfram
Go Finnland!!!
GO LORDI!!!!Ég og Jói verðum með bláa og hvíta fána á lofti á laugardagskvöldið ;)
Jamm Áfram Finnland!!! Já ég held að við munum bara vera í forkeppninni sérstaklega ef öll atkvæði safnast bara í einn stórann pott. Ég meina einhvern veginn komust Litháar áfram þetta lag var skelfing og tyrkneska lagið líka sú var nú bara FÖLSK
(Syngist við "Til hamingju Ísland" lagið) "Til hamingju Hafrún með að Fi-in-land vann" :)
Takk takk var alveg alsæl með finnana sko skiluru
...lagið með Reginu var flott en alltof rólegt. Róleg lög eru bara ekki málið í júró....bara senda Palla og milljónarmæringanna..nú eða Mínus;)
Nei nei nei ekki Mínus allt nema það. Frekar uppáhaldið þitt Papana en Mínus. Eða eitthvað svona eins og Sigurrós þeir eru svo þekktir þarna úti... BJÖRK ekki að mér finnist hún skemmtileg en hún er þekkt.
Skrifa ummæli