05 maí 2006

crazy hugmynd

Já ég fékk hana og hún er svona að setja upp skilti þar sem keyrt er inn í hverfið heima og á því stæði stórum stöfum "Mundir ÞÚ keyra á löglegum hraða ef barnið ÞITT léki sér hér?" eða "Mundir ÞÚ keyra hægar hér ef barnið ÞITT væri hér að leik?"

Hvort ég geri þetta nokkurn tíma er svo annað en ég þoli ekki hversu hratt er keyrt í hverfinu heim þar sem 30 km hámarkshraði er vel merktur.

Hafrún Ásta sem fékk hugmynd og þurfti að deila henni með lesendum sínum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð hugmynd...úff ég stend sjálfa mig oft að því að keyra alltof hratt inni í hverfum...þarf að taka mig á...slaka aðeins á bensíninu

Asdis sagði...

Góð hugmynd og ég mana þig til að framkvæma hana.

Þegar ég var að vinna niðri á Grettisgötu langaði mig oft að standa fyrir framan húsið með skilti sem á stóð "Veistu að þú ert að keyra á móti löglegri umferðarstefnu?" því það er ótrúlega mikið af fólki sem keyrði þarna á móti einstefnu af því að "það nennti ekki lengri leiðina". Ég lét aldrei verða af því samt...

Mjallhvit sagði...

þetta er frábær hugmynd ;) endilega láta framvæma hana ;)

Hafrún Ásta sagði...

Já kannski maður föndri bara einn svona. :o)

Nafnlaus sagði...

...ógó góð hugmynd!!! Veistu grínlaust ég myndi senda hana niður á umferðarstofu!!!!!! Því við jú hugsum alltaf best um okkur og okkar...!!
kv.Linda