09 febrúar 2006
grasekkja í 9 daga
jamm Siggi fer út á morgun í golfferð til Flórída. Út í hitann og við sættum okkur við rok og rigningu á meðan hér heima. Skilst að þeir ætli einn hring á hverjum degi. Svo reyndi hann Siggi minn að telja mér trú um að þeir ætluðu allir að keyra á aðra velli og fara í golf þar líka. Trúlegt not!!! Hehe þeir fara 12 saman og verða á 3 bílum svo vonandi fer Siggi eitthvað að versla handa familíunni líka. Alltaf gaman að fá gjafir frá útlöndum. Hann þvertók fyrir að fara í saumabúð nema hann rækist bara á hana í mollinu hehe. Skil ekkert í honum heldur örugglega að þeir muni stríða honum. ;o)
Annars veltir maður því fyrir sér hvort golfið þarna úti snúist um þetta eða að slá í kúluna og vona það besta.
Hafrún Ásta sem langar í hitting í kvöld en samt vil ég vera heima hjá Sigga síðasta kvöldið fyrir ferðina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
http://blog.central.is/orraheimur
þetta er mega fyndið kíkið á leiðbeiningarnar um hvernig á að kúka í vinnunni
Skrifa ummæli