En það verður gott að fá Sigga heim á morgun. Hann kemur heim í fyrramálið.
Hér hafa droopað inn margar góðar manneskjur. Á sunnudaginn síðasta kíkti Karen (KKC) í mat og vídeókvöld það var fínt að spjalla og skoða gömæu Grjúpán bókina hehe sem var svona árbók FB hehe. Á miðvikudaginn kom Edda og við ebayuðumst aðeins og saumuðum og spjölluðum. Hún kom aftur kvöldið eftir í saumaklúbb og einnig Guðbjörg, Ásta, Dagný, Sonja og Ágústa. Fyrr um daginn komu, Anna Þóra, Birta Björk og Róbert Logi og við borðuðum saman (steiktan fisk nammi namm). Svo í gær kíkti hún Karen mín á mig og allt of langt síðan ég hef séð hana það var stutt innlit en svo gott að sjá hana og knúsa hana pínu og grafa upp úr henni nýtt sýslóslúður hehe nei grín.
Eins og þið sjáið hefur mér ekki leiðst og í gær horfði ég á LOTR1 og saumaði og það var svo kósý ætla að endurtaka þann leik í kvöld nema með LOTR2 eða góðri hljóðbók... Svo ætla ég að knúsa Sigga minn í klessu þegar hann kemur heim á morgun.
Hafrún Ásta bráðum ekki grasekkja lengur
18 febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli