Mamma hafði orð á því um daginn að henni fyndist skrýtið hvað við værum öll miklir tækni- og tækjafiktarar. Því hún væri svo alveg laus við þessa fiktþörf þegar það kemur að tækjum. Sennilega er orsökin fundin, mín allavega var að heyra frá frænku minni (föðursystir) að Hafsteinn pabbi hefði verið einstaklega tækjaóður og haft mjög gaman af að fikta í öllum tækjum og vita hvernig þau virkuðu. Heiðmar Máni er einmitt tækja- og takkaóður hehe þarf að prófa allt Hafsteinn Vilbergs var bara pjúra handóður en hann fiktaði nú svo sem í tækjum líka. Hann veit fátt skemmtilegra en að fá að fara í tölvuna og er orðinn þónokkuð góður í henni þrátt fyrir mjög takmarkaðann tíma sem hann fær við hana. Allavega gott að vita hvaðan svona fiktárátta kemur Hehe ;o)
Hafrún Ásta tækjafiktari (testari)
18 október 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þú ert bara sannur íslendingur skvísa... TAKKAÓÐUR ANSKOTI :)
Hvernig á maður að læra nokkuð ef maður prófar ekki??
Það er málið :)
Skrifa ummæli