27 október 2005

spurning dagsins???

hvað mundirðu gera ef einhver svínaði fyrir þig? Mundirðu flauta, bremsa og gefa eftir (that is me yfirleitt sleppi ég meira að segja flautinu), svína fyrir næsta bíl og vona það besta ekki ég eða panikka og beygja til vinstri sem er reyndar enn ein akreinin á miklubrautinni? Sú akgrein innihélt mig sem dauðbrá þegar rauð honda crv byrjar að keyra inn á akgreinina nákvæmlega þar sem ég var og það á miklum hraða og ég negli niður og hún fer samt á fullum hraða á mig og straujar hliðina og ýtir mér upp á umferðaeyjun og heldur svo ferð sinni áfram og tekur með sér slatta af grindverkinu sem er á milli gatnanna. Hún segir að strætó hafi keyrt út (á álagstíma) og sá sem var á þeirri akgrein sveigði frá og svínaði um leið fyrir hana, og stakk svo af, svo hún færði sig já inn í bílinn minn og ýtti mér upp á umferðaeyja skemmtilegur dagur.

Ja löggimann er kallaður til og Óli og Karen mér var ekki skapi næst að bjóða þeim kaffi. Mest var ég fegin að ég var ekki með strákana í bílnum því ég var á leiðinni eftir þeim. Nonni sá áreksturinn og stoppaði og komst seint og illa yfir greyið hálfa Miklubrautina til að athuga hvort ég væri í lagi. Nú við förum inn í löggubíl og þá hringir síminn jú Vala hafði keyrt framhjá og þekkt bílinn og var að athuga hvort allt væri í lagi. Nú sú sem keyrði á mig byrja að útskýra hvernig þetta allt gerðist sem ég vissi ekki því ég var bara að keyra í rólegheitum mínum þarna. Svo spurði löggimann hvernig ég upplifði þetta og ég sagði eins og satt var. Ég varð ekki vör við neitt fyrr en ég sá bílinn (rauðu honduna) birtast á minni akgrein og ég bremsa finn svo þungt högg og heyri svona skraphljóð og svo veit ég næst af því að ég er upp á umferðareyju, sé svo hinn bílinn keyra niður girðinguna og vona bara að hann stoppi fljótt áður en hann endar á hinni götunni á móti umferð það hefði endað illa því umferðin var þung. Svo spyr hann hvort ég kenni til og ég sagði eins og var að adrenalínið væri enn í botni og ég gæti ekki svarað því en ég fyndi til þreytuverks í bakinu. Hann sagði farðu til heimilislæknis eða á slysó ef þetta ágerist eða ef þið farið að finna til í kvöld eða eftir 2-3 daga. Þegar ég svo kem yfir í bílinn minn aftur þá sé ég að mamma hringdi svo ég hringi í hana og jú jú hún keyrði framhjá líka hvernig er þetta öll familían og vinir á Miklubraut í dag á sama tíma. hehehe!




Hinn bíllinn sem ég gleymdi að taka mynd af var dreginn burt óökufær en þeir töldu minn ökufæran sem hann er en eins og sést á myndinni að neðan er felgan illa farin og því höktir hann pínu ekki mjö gmikið en nóg til að ég vilji ekki keyra hann meira en nauðsynlegt er og alls ekki með strákana í bílnum. En ég get sagt ykkur það að ef ég hefði ekki bremsað hefði hún keyrt inn í miðjan bílinn hjá mér á þessari ferð og þá væri bíllinn minn sennilega ónýtur og ég verr farin svo ég get þó þakkað fyrir þessi tímabæru bremsuviðbrögðum.



Nú finn ég meira fyrir bakinu en í dag og vona að það verði ekki meira en ég hef ákveðið að láta líta á mig samt á morgun. Sérstaklega ef þetta versnar.

Sem sagt ekki mjög góður dagur í dag...
Hafrún Ásta

12 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Æji elskan mín!
Mikið er ég fegin að það fór samt ekki verr. Láttu endilega kíkja á bakið og taktu því rólega!!
*stórt knús*

Rokkarinn sagði...

Sejetturinn!!! Eins gott að þú ert ekki með svona 'road-rage' eins og ég... ég hefði nett brjálast... spurning um að redda sér góðum löffa til að fá bætur útaf bakinu... betra snemma en aldrei af því að þetta á eftir að koma 'í bakið' á þér. Það getur tekið nokkurn tíma fyrir meiðslin að koma í ljós. Better safe than sorry.

Nafnlaus sagði...

Gott að ekki fór verr!!
Á Skírdag fór bíll fyrir mig á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Minn eyðilagðist.
Enn.... ég keyrði framhjá í dag þegar það var verið að draga rauða bílinn í burtu.
Bíllinn leit ekki vel út:(

Enn aðalmálið er að engin slasaðist alvarlega.

Nafnlaus sagði...

Ég verð að viðurkenna að ég fékk í magan þegar ég sá bílinn þinn, en mér létti mjög þegar þú svaraðir, endilega láttu kíkja á þig á morgun. Farðu vel með þig
Risa knús Valan

Nafnlaus sagði...

passaðu bakið þitt og farðu UPPÁ SLSYSÓ STRAX.... it's better 2 be safe then sorry

Karen sagði...

Elsku dúllan mín!
Farðu vel með þig og láttu kíkja á bakið baby

Nafnlaus sagði...

Jahérna.. passaðu vel uppá bakið þitt!..

Nafnlaus sagði...

úff gott að ekki fór verr. Og drífðu þig nú að láta kíkja í þig mín kæra. Ekkert betra að láta það bíða;)

Hafrún Ásta sagði...

Búin að fara upp á slysó og á bara taka verkjatöflur eftir þörfum og þetta er til á skrá núna svo ég get fengið áverkavottorð hvenær sem er en ef þetta lagast ekki næstu 2 vikurnar á ég að fara aftur til læknis (bara heimilislæknisins) og láta athuga mig aftur en hann sagði þetta getur tekið 2-3 og upp í 6-8 vikur að ganga yfir STUÐ í vændum.

Nafnlaus sagði...

Hafrún mín, vonandi verður allt í lagi með bakið þitt, það er alltaf ömurlegt að lenda í árekstri en gott að það fór ekki verr, knús knús

Nafnlaus sagði...

Leiðinlegt að lenda í svona en gott að heyra að ekki fór verr...

Rósa sagði...

Æji leiðinlegt að heyra þetta. Vonandi verðurðu orðin góð í bakinu fljótt. Guði sé lof að ekki fór verr.