Og ekki sökum erfiðrar æfingar í morgun nei. Heldur hefur Heiðmar Máni aldrei verið svona lítill í sér þegar ég ætla að fara í vinnuna og kveðja hann í leikskólanum hann hékk í mér og græt með tárum ég reyndi fyrst að róa hann niður með öllum ráðum en hann bara ríghélt í bleiupakkan sem við fórum með í leikskólann og neitaði að sleppa mér ég fór með þungunn huga yfir í hinn hluta leikskólans til að kveðja Hafstein sem hljóp bara sína leið. En heyrði hann ekki gráta þegar ég labbaði svo út en vá hvað þetta er erfitt vona að þetta sé ekki eitthvað nýtt hjá honum sem gerist á hverjum morgni. Vona að hann sé bara svona þreyttur í dag og að þetta sé einsdæmi.
Svo sagði mamma tvíburanna (bestu vinkonur Heiðmars Mána) mér það í gær að Heiðmar Máni hefði bitið aðra þeirra og það tvisvar skildist mér og leikskólinn sagði mér ekki neitt. Þetta er í annað sinn sem upplýsingar virðast ekki skila sér nógu vel á milli þarna. í hitt skiptið tengdist það atviki sem Hafsteinn lenti í og hefði þurftað komast beint inn á borð hjá leikskólastjóranum og deildarstjóranum hans en gerði það ekki fyrr en ég bar það undir þær. (Það var annað barn sem meig á Hafstein úti fæ enn klígju þegar ég hugsa um það. Og við erum ekki að tala um á skóinn hans nei á hann viljandi og upp í eyrað á honum.)
Þetta er svakalega stórt hús sem Nonni og Ingibjörg voru að kaupa örugglega 400 fm. Hafsteinn og Natan voru svo góðir saman og Natan ætlar að koma í heimsókn til okkar í dag. Hafsteini hlakkar svo til að fá hann í seimsókn.
Allavega hætt að bulla og farin að vinna. Saumaði ekkert í gær sökum þess að við komum svo seint heim frá Nonna og Ingibjörgu.
Hafrún Ásta sem verður með harðsperrur í fótunum á morgun pottþétt.
12 október 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Þú bloggar bara og bloggar á laun :o Ekkert verið að láta mann vita strax neitt (ein móðguð ;) )
Eru stelpurnar og HM í sama hóp? Og segir kennarinn þér ekki neitt? Vonum bara að þetta sé tilfallandi.
usss hvað ég yrði reið!!! Ef að annað barn mígur á barnið manns og barnið þitt þarf að líða fyrir það með því að borða einhverstaðar annars staðar...arrggghhh..af hverju eru þær ekki með auka föt til að redda svona uppákomum!!! Og ef að barnið þitt er að gera eitthvað þá á að láta þig vita. 'Uff hvað ég get orðið reið yfir svona löguðu...iii ímyndaðu þér hvað ég verð þægileg mamma með barn á leikskóla þegar að því kemur:)
kv.Linda..sem skilur svo vel að þú skulir vera pínu pisst..
Linda úps stafsetningarvilla búin að laga hana hann borðaði með hinum og var með aukaföt sem hann er alltaf með. En að stelpan sem var með hann skildi ekki segja deildarstjóranum hans frá þessu fannst mér svakalegt þó hún hafi höndlað atvikið ágætlega lét mig vita afhverju Hafsteinn var í nýjum fötum og þegar ég kom svo til hans og spurði hvað kom fyri rþig í dag þá sagði hann "hann (strákurinn sat við hliðina á honum) pissaði á mig og ég sagði OJ ógeðslegt og þá sagði strákurinn frekar frekjulega "ég er búinn að segja fyrirgefðu" og ég sagði en þetta er samt ógeðslegt maður gerir ekki svona svarið "Nenni ekki að hlusta á þetta" og fór. Vinkona mín varð vitni af þessu þegar hún sótti dóttir sína og sá strákinn upp á hól og heyrði svo bara í Hafsteini oj ekki pissa á mig og vinkona mín sagðist hafa sagt hvað ertu að gera? og látið vita en fyrr má nú vera að barn viti ekki muninn á réttu og röngu. MAÐUR MÍGUR EKKI Á AÐRA! og hana nú.
Það fór meira að segja upp í eyrun á honum og alles.
Ég þarf eflaust ekki að segja þér hvað það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom heim var, BAÐ því hún hafði ekki þrifið hann neitt.
Sonja það er sko tilkynning á hinu blogginu um flutninginn en að vísu ekki sett strax þar sem ég var ekki viss um að ég mundi flytja. svo ekkert vera sár neitt enginn vissi fyrr en þá.
vá geðveikt langt comment bara eins og bloggið hehe
hey, ég var ekkert móðguð í alvörunni - þess vegna blikkaði ég þig ;)
hehe ég veit
Skrifa ummæli