já takk fyrir komuna þið sem komuð í gær það var alveg svakalega gaman og geðveikt stuð. Mikil þynnka fylgdi í morgun en við sváfum á hóteli í nótt og vöknuðu þunn og tannburstalaus æjæj. skriðum svo yfir á Stælinn og ég fékk mér hálft kjúklingasalat og kláraði það ekki. Gerði svo pítsur í kvöldmat. Það versta við þynnku dagsins var ekki að fara og taka til í salnum og ganga frá NEI heldur að ég uppgötvaði að ég á að far aí leikfimi klukkan 6 í fyrramálið ARG er alveg úr mér gengin í dag hehehehehe. Svona er að vera að djamma þetta en ég skemmti mér svo konunglega. Og þakka öllum sem komu aftur svakalega vel fyrir komuna.
Jæja þynnkan leyfir mér ekki að hugsa meira í bili.
Hafrún Ásta þunna
23 október 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gaman að heyra að það var gaman þynnkuhaus!
Greinilega frábært afmælispartý, verst að geta ekki verið á staðnum. Frændi
já það hefði verið mjög gaman að hafa ykkur þar líka en við skemmtum okkur vel engu að síður.
Skrifa ummæli