Ég er nú alveg dottin inn í þessa þætti enda er Magni að standa sig frábærlega. Ég held að Dilana geti unnið og Lukas þó ég fíli hann ekki ég bara get ekki horft á hann á sviði það er eins og hann sé með 2 staurfætur (hehe eins og stekkjastaur) og svo er eins og hann sé að fá flogaveikiskast reglulega. Hann getur vel sungið oft en ... það er ekki nóg að surgast í gegnum raddböndin og hoppa um eins og hauslaus hæna. Storm finnst mér flott, hún er með alveg svakalega flott augu og getur vel sungið þó frammistaða hennar í gær hafi ekki verið nógu góð. Ryan og Toby eru alveg ágætir en ekkert svona geggjaðir þó þeir hafi staðið sig vel í gær. Patrice er að missa flugið og ég er viss um að hún og Zayra verði meðal 3 neðstu í kvöld.
Zayra þarf sitt eigið pláss hún flutti lagið sitt flott en hún á mjög erfitt emð að læra lög annarra og að útsetja þau fyrir sig þannig að flott sé. Svo er hún bara enginn rokkari í svona rokk-keppni. Svo eru outfittin alveg kapitúli útaf fyrir sig. í gull gallanum með svartan hatt og í stripp skóm hún var eins og kvenkyns Mr. Peanuts.
Annars er ég oft hissa á lagavali hvað hefur "I will survive" að gera með rokk en kannski eru þeir að sjá hvað keppendur geta gert úr lögunum. Ef litið er til árangurs Marty Casey með "Baby, hit me one more time með Britney Spears" hehe hann gerði það áhugavert.
Annað sem er að gerast ja ekki mikið Hafsteinn byrjar í skólan í næstu viku á fimmtudeginum en fyrst er viðtal á þriðjudeginum eða miðvikudeginum. Ég er byrjuð í sjúkraþjálfun út af öxlinni sem læknirinn segir að sé orsök árekstursins fyrir tæpu ári. En vonanid nær hann því í samt lag einhver tognun. Gerir prjónaskapinn mjög erfiðann ætli ég verði ekki bara að sauma pínu (og ég sem er að prjóna peysu á Hafstein fyrir skólann).Svo var ég skráði í blaklið í vinnunni og ég er víst ekki sú sterkasta í HÁVÖRNINNI hehe! en ég æfði nú einu sinni blak og stóð mig vel þá held ég bara. minnir mig á að redda búningum fyrir þetta lið eins og ég átti að gera. Og já ég var skráð í það án þess að gera það sjálf... hehe.
Hafrún Ásta sem fylgist spennt Rockstar: Supernova með á þriðjudögum og miðvikudögum og mun auðvitað halda því áfram.
16 ágúst 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Leiðinlegt að heyra með öxlina :( verður að fara vel með þig svona axlarmeiðsl eru svo þrálát!!!
úff ekki segja það ég vil að þetta batni bara núna. hehe en svona er lífið...
Zayra myndi rúlla upp Eurovision :)
segðu við Siggi vorum einmitt að tala um að þetta væri geðveikt Éurovisionlegt lag.
Ég er algjör RockStar-isti líka. Get bara ekki vakað fram yfir miðnætti á virkum kvöldum þannig að ég neyðist til að horfa á þættina *eftir vinnu* daginn eftir.
Það er mjög gaman að sjá hvað Magni stendur sig vel og hann er alveg að sýna hversu frábær söngvari hann er. Ég hef aldrei fílað hann neitt sérstaklega í Á móti sól en er orðin soldið skotin núna.
Mér hefur lengi fundist hann æði. Enda höfum við hitt hann og strákarnir eru svo hrifnir af honum sérstaklega Heiðmar Máni hann var alveg heillaður af honum.
jæja frænka mín, þá er ég líka orðin bloggari!!! þú verður endilega að kíkja ljúfan og koma svolitlu skikki á allt sem á að fylgja blogginu og frænka þín kann ekki! Knús að norðan og kram. Ps bloggið er http://hallaputti.bloggar.is
Skrifa ummæli