Og svona líka frábær RISA KNÚS til ykkar Nonni og Ingibjörg þetta var rausnarleg og æðisleg gjöf þið eruð Frábær.
Við fengum óvænt miða á Bubba og það frítt og aukamiðarnir tveir fóru til Ernu og Jóa sem nutu sín í botn ekki síður en við tvö. Jón Fannar og Anna sem við buðum fyrst með okkur sögðust ekki komast (eða þau föttuðu ekki að miðarnir voru FRÍIR). En Erna mín og Jóhann Kári nutu góðs af því
Ég mun setja inn fleiri myndir seinna. En vá hvað það er magnað að þessi maður sem getur hoppað um allt svið í 3 tíma sé að verða 50 ára. Hann tók öll bestu lögin sín og við sungum mikið með. Hann tók Svartur afgan, Blindsker, Rómeo og Júlíu, Móðir, og hann endaði á Fjöllin hafa vakað og lét ekki klappa sig upp lengi ... Gentleman sko. Ég keypti bol handa Sigríði Ósk frá tónleikunum og annann handa mér og svo einn geisladisk það var þá orðið um andvirði miðans.
Ég gæti talað mun meira um þessa tónleika og geri það kannski en samantekt því ég er í vinnunni en vildi endilega skrifa þetta niðru samt.
ÞAÐ VAR GEGGJAÐ GAMAN..............!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hafrún Ásta sem skilur vel afhverju hún hlustaði svona mikið á Bubba þegar hún var tólf ára og alla tíð síðan.
07 júní 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Glæsir!!
Heppin varstu, ég er sjálf ekki mikið fan en kallinn er samt flottur! Ég mætti honum í morgun á nærbuxunum í ræktinni hehehe!!
já hann lítur ekki beint út fyrir að vera 50 ára.
Takk enn og enn og aftur elshku Hafrún mín! Það er ekkert lítið sem að þessir tónleikar munu lifa í minningunni hjá okkur mæðginunum ;) Þú ert best!!!!
það munar ekki um það. Erna mín það var bara gaman að hafa ykkur með snúllurnar mínar.
Þessir tónleikar voru bara snilld, og þetta er sko svona "Once in a lifetime" dæmi! Ég skemmti mér alveg svakalega vel, og ég er ekki frá því að litla krílið mitt hafi dansað með í bumbunni... hehe.
Minn yngri er einmitt rokkari hann fór í bumbunni á Dark Harvest tónleika. hehe Gulli Falk er alltaf góður
Skrifa ummæli