Ég hef oft talið að gamlar uppáhaldsmyndir eigi að vera það ekki eigi að horfa á þær aftur. Þetta á við um myndina "Neverending Story" ég sá hana 3var í bíó sem barn stóðst engan vegin samanburð þegar ég sá hana aftur 18 ára
En í gær horfðum við Siggi á "Ace Ventura - Pet detective" og ég hló alveg helling ... Næsta mynd hjá okkur saman er "Ace Ventura - When Nature Calls" minnir að hún hafi verið fyndnari.
Svo áðan horfði ég á "The color purple" og þessi mynd stenst tímans tönn og ég grét enn á vissum hlutum myndarinnar og hún hefur enn áhrif á mann.
Svo það er greinilegt að sumar myndir eru enn fyndnar og vel gerðar og standans það að maður horfi á þær aftur eftir langann tíma.
Hafrún kvikmyndaglápari
01 júní 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Color purple er æðisleg mynd!!
Kannast við þetta, fann fyrir nokkrum mánuðum fyrstu hryllingsmyndina sem ég sá og ákvað að horfa á hana aftru, "The Changeling" Úff hvað hún lifir vel, enda engar hallærislegar tæknibrellur sem löngu eru orðnar úreltar...mæli með henni, er til á Laugarásvideó! Annars á ég Color Purple á videó og horfi reglulega á hana til að ná mér niður á jörðina!
ég einmitt keypti hana á DVD og það er allskyns aukaefni þessi mynd er ÆÐI
Ég horfði einmitt á Neverending story um daginn með 10 ára stelpunni minni og fannst hún bara alveg glötuð. Skil engan veginn af hverju manni fannst hún svona æðisleg í gamla daga.
Color Purple er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Reality check, gjörsamlega. Maður gerir sér alltof sjaldan grein fyrir því hversu gott líf maður hefur átt.
Skrifa ummæli