29 maí 2006

busy busy

like a bee. Já ótrúlegt hvað það er alltaf mikið að gera hjá manni þessi helgi var busy... föstudagur út að borða og svo á tónleika. Laugardagur skutla barnapíunni heim, kjósa, fara í afmæli, fara og grilla með gamla settinu (mömmu og pabba). Sunnudagur elda 2 lambalæri ofan í 11 manns og fá þau öll í heimsókn í hádeginu hehe (bara gaman spiluðum gaur og alles), fá svo óvænt gesti í kaffi, fara og kaupa hjól handa Hafsteini (hann nær ekki alveg nógu vel niður algjört krútt samt því það eru enginn hjálparadekk) hitt er orðið of lítið. en næsta fyrir ofan er aðeins of stórt held ég kannski það hafi verið eitthvað millistig. Svo klippa strákana og svo vildi Heiðmar Máni ekki sofna fyrr en að verða 23 en var samt góður inn í rúmi en var sko þreyttur í morgun.

Hafrún Ásta sem enn og aftur skrópar í ræktina sökum þreytu *lesist LETI"

26 maí 2006

í dag...

Eigum við Siggi 5 ára brúðkaupsafmæli. Jey og það sem meira er að núna í júní höfum við þolað hvort annað í hvorki meira né minna en 9 ár.

Annars er nú ekki erfitt að þola hann Sigga hann er svo ljúfur og sætur.

Kveðja frú Hafrún Ásta

23 maí 2006

Glöggir lesendur

muna kannski eftir því þegar ég talaði um að hafa sent umferðastofu tölvupóst um skilti sem ég fékk svona hugdettu um. Nú þeir hafa ekki enn svarað mér. En þeir eru að setja upp þrengingu í Gullengið til að hægja á umferðinni svo sennilega taka þeir ábendingum og vinna í málunum án þess að hafa meiri áhyggjur af því. Best að segja ekki frá því í hverfinu að ábendingin hafi komið frá mér.

Hafrún Ásta ábendari... (er það orð einu sinni til?)

21 maí 2006

Jibbý Finnland vann

Og ég er alsæl með það. Finnst þeir æði LORDI Já það var kominn tími til að hrista aðeins upp í Eurovision. Og Íslendingar brutu blað í sögu Júró aldrei fyrr hefur verið úað á neinn áður hann byrjar að syngja í júró. Svo það er þó eitthvað ... Ég er viss um að þeir munu enn muna eftir hanni á næsta ári...

Hafrún Ásta sem fílar Lordi...

18 maí 2006

Eurovision ...

Jæja ekki var nú mikið fjör í litháenska laginu sem komst áfram .. "We are the winners" sem Siggi því miður er kominn með á heilann alveg skelfilegt lag en svo virtist Silvía Nótt ekki ráða við sitt lag hvort sem hún var veik eða ekki. Svo mér fannst hún nú ekki eiga beint skilið að halda áfram miðað við frammistöðu sína í keppninni. Má ég þá frekar biðja um Geddu gulrót kjólinn hennar Selmu frá því í fyrra. Ég hef grun um að það þurfi eitthvað stórlag (Regínu...) til að við komumst upp úr undankeppninni. Aftur á móti fannst mér LORDI æði og mun halda með þeim á laugardaginn. Að vísu sagðist ég ekki muna horfa á Eurovision á laugardaginn ef Litháen færi áfram en ekki við en ég verð samt að taka þau aftur til baka því ég verð að styðja LORDI þeir voru bara flottir á sviðinu...

Hafrún Ásta sem er ekki hissa á að við erum ekki með á laugardaginn.

eldist ég nokkuð þegar strákarnir stækka

Allavega var útskrift í leikskólanum í gær hjá Hafsteini þó hann sé ekki hættur alveg en hann færist á Ævintýraengi þar sem þau fara í göngutúra og upplifa alls kyns ævintýri í sumar áður en skólinn byrjar.

Og Heiðmar Máni pissaði í koppinn í morgun alveg helling svaka duglegur.

Ég gæti skrifað helling um útskriftina en kannski set ég það bara á síðurnar hjá strákunum og myndir líka.

Hafsteinn Vilbergs og Alexander Leó útskriftaðir strákar og eðlilegir strákar þurfa lík að gretta sig pínu í myndatökunum
Og auðvitað var Heiðmar Máni líka spariklæddur

Og við Siggi líka en ekki hvað, vorum samt ekki í myndatökum samt nema hinu megin við myndavélarnar.

Hafrún Ásta síunga

16 maí 2006

"Hef aldrei lent í þessu áður"

Er hægt að lenda í því að keyra drukkinn á staur og stinga af? Ég bara var að velta því fyrir mér. Það er ekki eins og straujaði ljósastaurinn hafi séð manninn koma akandi drukkinn úr afmælinu og hoppað í veg fyrir hann og sagt honum að flýta sér í burtu. En já aftur að ummælum mannsins. "Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður" Aftur auðvitað ekki honum að kenna en ég velti fyrir mér hvað hefur ekki komið fyrir hann áður; að keyra blindfullur á ljósastaur og stinga af, keyra fullur eða vera tekin fyrir það. Hann sagði nánast "Ég hef aldrei verið tekinn fyrir ölvunarakstur" Nei hann hefur hingað til sloppið þannig lýtur það allavega út... Það er nefnilega ekki þannig að maður lendi í svona aðstæðum maður kemur sér í þær sjálfur og hana nú

Ég segi nú bara eftir einn ei aki neinn, og ekki svara eftir tvo akið svo það er ekki ... málið ...

Hafrún Ásta sem er mikið á móti ölvunarakstri þar sem allir í kringum manninn eru komnir í hættu, hvort sem um hans bíl eða aðra á nálægum götum eiga í hlut.

12 maí 2006

Vegna skorts á einhverju að segja

1. Aldrei í lífi mínu: Mundi ég særa þá sem mér þykir vænt um viljandi.

2. Þegar ég var fimm ára: Fannst mér ég svakalega stór en mér finnst Hafsteinn ekki svo stór. Já og ég kunni að lesa og Hafsteinn kann það líka núna.

3. Menntaskóla árin voru: skemmtileg og lærdómsrík

4. Ég hitti einu sinni: Lauru Dern (wild at heart) og spjallaði við hana í 30 mínútur þegar ég vann á skemmtistað (hún er hress) annars hef ég hitt svo mikið af skemmtilegu fólki að það tæki eilífð að telja þá alla upp.

5. Einu sinni þegar ég var á bar: Var mér hent út fyrir að vera of ung ég var 22 alveg satt því að þeir vildu ekki trúa því að vinkona mín sem var elst af okkur þremur og ég í miðjunni væri þetta gömul, believe it or not hún er barnalegri en ég í framan og jafn lítil

6. Síðastliðna nótt: Vaknaði Heiðmar Máni klukkan 5 og var að hósta um grænu slími var mjög smart svoleiðis og sofnaði svo ekki aftur.

7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: Var næstum í dag til að sjá tengdó syngja en verður sennilega þegar ég fer í brúðkaup næst enda veit ég um tvö sem eiga að vera innan árs.

8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: Saumastandinn minn, lampa og síðast en ekki síst Sigga og Heiðmar Mána leika sér.

9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: Saumahornið mitt það er kommóða full af skemmtilegu saumadóti og litla kommóðu fulla af garni og annað skemmtilegt saumadót.

10.Þegar ég verð gömul/gamall: Ætla ég að vera jafn hamingjusöm og í dag. Einnig ætla ég að vera ungleg gömul kona þar sem ég er svona barnaleg í framan ennþá 30 ára.

12. Um þetta leyti á næsta ári: Verður Heiðmar Máni orðinn 3 og hálfs árs og Hafsteinn 6 og hálfs árs, ég búin að koma mér vel fyrir í vinnunni og við vonandi að fara í frí öll saman til útlanda um sumarið ...

13. Betra nafn fyrir mig væri: Ja nú veit ég ekki þið megið tjá ykur um það endilega.

14. Ég á erfitt með að skilja: Stríð, illgirni, lygar og svo margt annað til dæmis kínversku en það er sennilega því ég kann ekki eitt orð í henni.

15. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég brosi til þín með augnum líka og trúðu mér það mun ekki fara framhjá þér ...

16. Fyrsta manneskjan til að eignast barn í þínum vinahóp væri: Flestir í honum eiga börn... Yrði meira spennandi að spá um hver verður næst... En samt ekki ég veit hver verður næst.

17. Farðu eftir ráðum mínum: Og lifðu lífinu lifandi og ekki láta aðra segja þér ða þú getir ekki látið drauma þína rætast. Lærðu að vera heyrnarlaus þegar fólk gerir lítið úr þér eða draumum og hugmyndum þínum.

18. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: sennilega banani allavega algengastur þegar ég fer í leikfimi alltaf banani fyrst en ef ég er ekki að fara í leikfimi er það oft hafrakoddar með mjólk eða ristabrauð með bláberjasultu og osti NAMM

19. Afhverju myndir þú hata mig: Ég veit það ekki ég reyni eins og ég get að passa upp á að enginn hafi ástæðu til þess en ef það er svo vona ég að það breytist.

20. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: ég væri í miklum vafa eða væri ekki ástfanginn af manninum sem ég væri að fara að giftast, en ég er sem betur fer gift manninum sem ég elska mest af öllum.

21. Heimurinn mætti alveg vera án: Fordóma, lyga, óheiðarleika og ég get nefnt marga vonda menn en held að það hefði alltaf verið einhver annar í stað þeirra sem hefðu gert eitthvað svipað en vonandi einn daginn lærum við að lifa öll í sátt og samlyndi.

22. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: held ég haldi því fyrir mig þeki fólk sem væri víst til að búa til slíkar aðstæður. Nei ég segi nú bara svona en ég bara veit ekki ...

23. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: skóreimari og spliff, donk og gengja.

24. Ef ég geri e-ð vel, er það: ég er góð í höndunum það er mér þykir gaman að föndra og sauma krosssaum svo get ég skrifað ágætlega. Einnig held ég að ég sé góð mamma. Og ég get eldað góðan mat.

25.Myndir sem þú fellir tár yfir eru: Titanic þegar ég sá hana fyrst ... svo eru allar svona þar sem fólk þjáist og deyr sérstaklega úr sjúkdómum og börn og dýr... algjör sökker.


Lag líðandi stundar: Rock & roll Haleluja er ekki Lordi að meika það, er að fá nóg af Congratulations með Sylvíu Nótt
Gullkorn líðandi stundar: Þegar Hafsteinn spurði pabba sinn hvenær hann fengi litla systir og var sagt að mamma og pabbi þyrftu þá að búa hana til (er ekki í bígerð eins og er) og hann spurði þá má ég horfa á ... svo kom aðeins seinna hvernig gerið þið eiginlega hárið. Siggi varð pínu vandræðalegur.

Minning líðandi stundar: Mér er ofarlega í minni alltaf fæðingar strákana og gifting okkar Sigga sem er allt gleðilegar stundir en alltaf man ég ferð mína með Hafstein í sjúkrabíl þegar hann var 1 og hálfs árs það var aftur á móti skelfileg lífsreynsla.

Mynd líðandi stundar:
Tekin í London á handavinnusýningunni og þetta eru sko engir smá prjónar.

07 maí 2006

Vegna hvatningar

ákvað ég að senda tölvupóst á umferðastofu sem hljómaði svona.
Ég heiti Hafrún Ásta ****** og bý í ******** í Grafarvogi. Ég var að velta fyrir mér hvort hægt væri að setja upp skilti þar sem keyrt er inn í hverfið heima og á því stæði stórum stöfum "Mundir ÞÚ keyra á löglegum hraða ef barnið ÞITT léki sér hér?" eða "Mundir ÞÚ keyra hægar, ef barnið ÞITT væri hér að leik?" Hér er almennt ekið allt of hratt í götunum og virðist fólk ekki sjá að hér er 30 km hámarkshraði eða því er sama. Þetta ástand er örugglega að finna í öðrum hverfum. En ég veit að hér er mikið af barnafólki sem er óanægt með hraðann í hverfinu að það sé ekki tekið meira mark á því og fékk þá hugmynd að svona skilti mundi gera gang.


Svo ég er búin að láta verða að því hvað þeir svo gera við hann er annað mál.

Hafrún Ásta sem væri vís til að setja skiltið up sjálf.

05 maí 2006

crazy hugmynd

Já ég fékk hana og hún er svona að setja upp skilti þar sem keyrt er inn í hverfið heima og á því stæði stórum stöfum "Mundir ÞÚ keyra á löglegum hraða ef barnið ÞITT léki sér hér?" eða "Mundir ÞÚ keyra hægar hér ef barnið ÞITT væri hér að leik?"

Hvort ég geri þetta nokkurn tíma er svo annað en ég þoli ekki hversu hratt er keyrt í hverfinu heim þar sem 30 km hámarkshraði er vel merktur.

Hafrún Ásta sem fékk hugmynd og þurfti að deila henni með lesendum sínum.