25 apríl 2006

skólaverkefni

ekki mín, heldur Hafsteins og nei hann er ekki byrjaður í skóla ennþá. En ég fór í Skólavörubúðina að kaupa mér efnispenna og þegar ég spurði konuna hvort hún ætti fínni enda þá sagði hún ekki já eða nei, heldur svaraði "þetta er taupenni" ég svaraði "já ég veit, en áttu fínni svona penna sem er tekin burt með vatni en ekki hverfur". Og hún sagði Nei ekki ef hann er ekki þarna. Hélt hún að ég væri bjáni.
En já aftur að skólaverkefninu ég fór til að kaupa skriftarbók handa Hafsteini og svona verkefnabók hann er alveg dottinn í að lesa og skrifa og vill endalaust hafa eitthvað þannig að gera. Ég keypti því stafakubba líka svo þeir geti stafað orð og ég get þá stafað orð og beðið hann að lesa úr því. hehe.

Hafrún Ásta sem á duglega stráka ...

4 ummæli:

Karen sagði...

Glæsilegur drengur og á ekki langt að sækja það ;)

Hafrún Ásta sagði...

AWWW *blush* takk skvís

Sonja sagði...

En Hafsteinn duglegur. Lærði hann bara að lesa af sjálfu sér?

Hafrún Ásta sagði...

svona í og með áhuginn er svo svakalegur að við þurfum lítið að kenna honum hann er eins og svampur...