20 apríl 2006

Hann Hafsteinn er svo fyndinn.

en var ég búin að segja ykkur hvað hann Hafsteinn minn sagði um daginn, þegar hann var að rukka um litlu systir (sem honum langar alveg svakalega mikið í) og pabbi hans missti út úr sér "mamma og pabbi þurfa þá að búa hana til" og fékk áhugamikið svar... "Má ég horfa á þegar þið búið hana til?" og svo "Hvernig gerið þið hárið?" Jamm mjög forvitinn ungur maður, sem heldur að foreldrarnir séu að fara að "föndra eða leira"

Hafrún Ásta föndrari hehe.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha 'gotta lov kids' hahaha!!

Mjallhvit sagði...

hahahahhaha... hva ertu farin að föndra við að búa til stelpu :)

Freyja sagði...

Jeeeeminn hvað hann er fyndinn... en svona eru börnin víst, svona ótrúlega einlæg og skemmtileg!

Hafrún Ásta sagði...

Nei María Sif ekkert föndur byrjað ennþá...

Mjallhvit sagði...

ennþá.....er þetta allt saman bara í vinnslu :p

Nafnlaus sagði...

Ha Ha Ha Ha *grenjúrhlátri*

Krúttið!!!!!!

Nafnlaus sagði...

Æi þau eru svo yndisleg...:)

Nafnlaus sagði...

Alger brandarakall, ég vildi stundum vera með diktafón svo að maður eigi þessa gullmola on tape :Þ

Hafrún Ásta sagði...

ég á diktófón en það dugar skammt þar sem ég fæ ekki viðvörun með já svo núna ætla ég að segja eitthvað svaka fyndið.