28 febrúar 2006

Hafsteinn er ekki glaður

Hann kom hérna fram núna klukkan 22:45 og sagði mér er illt í maganum. Okkur fannst hann í heitari kantinum og mældum hann 38,8 hann var ekki glaður með þær fréttir. Tilkynnti okkur svo að hann færi nú samt í leikskólann.

Heiðmar Máni kláraði Latarbæjar orkuátakið með 5960 stigum á netinu og
Hafsteinn Vilbergs kláraði Latarbæjar orkuátakið með 5900 stigum á netinu
Hvílíkt duglegir og þeir fá sko óskir sínar uppfylltar sem eru ferð á KFC í Mosó því þar er rennibraut og ferð í Húsdýragarðinn en fyrst þarf Hafsteinn að jafna sig.

Hafrún Ásta sem er að hugsa um að fara sem kengúra í vinnuna á morgun hehe.

27 febrúar 2006

Þessi heimur er að tapa sér.

Elsku Ásdís okkar við sendum þér og fjölskyldu þinni sem og fjölskyldu Tómasar okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Hafrún, Siggi, Hafsteinn Vilbergs og Heiðmar Máni

24 febrúar 2006

Jarðaförin er búin

Og var alveg ofboðslega falleg athöfn erfið en falleg. Þrátt fyrir sorg og sút var þetta yndisleg stund.


Hafrún Ásta ömmustelpa

23 febrúar 2006

Fyrsti hluti búinn

Kistulagning er frá og eins erfið og þær alltaf eru var samt svo gott að ljúka þeim hluta en jarðaförin er eftir. Í gær vorum við bara þessi nánustu og kaffi á eftir og það var mjög gott. Allavega ég verð orðin my good old self eftir helgi eða fyrr, þið bara bíðið róleg I'm still here ...

Hafrún Ásta sem er hálfdofin í hausnum núna

20 febrúar 2006

saumó dót

Held ég hafi ekki verið búin að sýna ykkur Cresent dreams eftir klárið en það er svo sem eftir borðarnir og aukahlutir sem ég þarf að finna á en annars er hún búin.



Hafrún sem á alveg nokkur klár að baki.

19 febrúar 2006

Siggi er kominn heim

Og tók hér upp hverja gjöfina á fætur annarar algjört krútt. Kom líka rétt í tíma til að hugga frúna. Ég svaf nefnilega svo illa í nótt og það segir mér að einhver nákominn mér hafi dáið sem og gerðist, enda vissi ég að það var að koma að því. Amma dó í nótt og hefur beðið eftir því lengi. Hún var mjög friðsæl og ég þakka fyrir að hún fékk að fara fljótt í þetta sinn. Í síðasta skipti gekk allt til baka og hún fékk eitt ár í bónus en nú er það búið.

Bless amma og takk fyrir allt.

18 febrúar 2006

Mér hefur sko ekki leiðst

En það verður gott að fá Sigga heim á morgun. Hann kemur heim í fyrramálið.

Hér hafa droopað inn margar góðar manneskjur. Á sunnudaginn síðasta kíkti Karen (KKC) í mat og vídeókvöld það var fínt að spjalla og skoða gömæu Grjúpán bókina hehe sem var svona árbók FB hehe. Á miðvikudaginn kom Edda og við ebayuðumst aðeins og saumuðum og spjölluðum. Hún kom aftur kvöldið eftir í saumaklúbb og einnig Guðbjörg, Ásta, Dagný, Sonja og Ágústa. Fyrr um daginn komu, Anna Þóra, Birta Björk og Róbert Logi og við borðuðum saman (steiktan fisk nammi namm). Svo í gær kíkti hún Karen mín á mig og allt of langt síðan ég hef séð hana það var stutt innlit en svo gott að sjá hana og knúsa hana pínu og grafa upp úr henni nýtt sýslóslúður hehe nei grín.

Eins og þið sjáið hefur mér ekki leiðst og í gær horfði ég á LOTR1 og saumaði og það var svo kósý ætla að endurtaka þann leik í kvöld nema með LOTR2 eða góðri hljóðbók... Svo ætla ég að knúsa Sigga minn í klessu þegar hann kemur heim á morgun.

Hafrún Ásta bráðum ekki grasekkja lengur

14 febrúar 2006

Fyrir Rósu Tom og Ágústu

er ekki byrjuð á ITAOAA hehe er ekki uppfærsludagur í dag en ég sé að Ágústa er á hraðferð með hana enda geðveikt flott mynd.

Hafrún Ásta á fullu í Newton

11 febrúar 2006

Brosbarnamyndirnar komnar í hús


fékk þær á fimmtudaginn og þær eru allar æði.

Er búin að setja slatta hér inn, hér inn og svo hér inn líka þetta eru allt sitt hvorir linkarnir á mismunandi myndir.

Hafrún Ásta sem varð að monta sig aðeins loksins þegar hún setur inn myndir.

09 febrúar 2006

grasekkja í 9 daga


jamm Siggi fer út á morgun í golfferð til Flórída. Út í hitann og við sættum okkur við rok og rigningu á meðan hér heima. Skilst að þeir ætli einn hring á hverjum degi. Svo reyndi hann Siggi minn að telja mér trú um að þeir ætluðu allir að keyra á aðra velli og fara í golf þar líka. Trúlegt not!!! Hehe þeir fara 12 saman og verða á 3 bílum svo vonandi fer Siggi eitthvað að versla handa familíunni líka. Alltaf gaman að fá gjafir frá útlöndum. Hann þvertók fyrir að fara í saumabúð nema hann rækist bara á hana í mollinu hehe. Skil ekkert í honum heldur örugglega að þeir muni stríða honum. ;o)

Annars veltir maður því fyrir sér hvort golfið þarna úti snúist um þetta eða að slá í kúluna og vona það besta.


Hafrún Ásta sem langar í hitting í kvöld en samt vil ég vera heima hjá Sigga síðasta kvöldið fyrir ferðina.

07 febrúar 2006

Flórída og gjöf

Fáránleg fyrirsögn sökum vöntunar á skárri fyrirsögn.

Flórída því Siggi fer til Flórída á föstudaginn í 8 daga. Hans verður auðvitað saknað en ekki hvað en hann á án efa eftir að skemmta sér svakalega vel. Hann er sem sagt að fara í golfferð, en hann ætlar í búðir líka, lofaði að kaupa búninga fyrir öskudaginn úti og svona. Svo fer maður ekki til útlanda án þess að gleðja makann þegar maður kemur heim ;o)

Gjöf því ég fékk eina slíka í gær alveg óvænt frá fyrirtæki sem ég panta af hérna í vinnunni. Svaka sætt svona lítið eldfast form með platt aundir passar undir bökur og svona skyrtertur. Fylgdi meira að segja uppskrift af skyrtertu með því. Allavega bara sætt af þeim að gefa mér gjöf. Skilst að þeir geri þetta einu sinni á ári í kringum jólin en seint í ár svo ég var heppin með það hehe.

Unnur, Óskar og Árdís Elfa til hamingju með litlu skvís

Hafrún Ásta heppna sem er farin aftur að vinna

03 febrúar 2006

Ertu eins og álfur út úr hól?



You scored as Sun.
The majority of Faerun’s sun elves live on Evermeet, having abandoned what remained of their ancient realms during the centuries following the falls of Illefarn and Cormanthyr. They are only now returning to the mainland to reestablish their presence there. The sun elves are famed for their command of both arcane and divine magic, which exceeds that of any other living race. Works of elven high magic thousands of years old still survive in the hidden refuges of the sun elves.

Hvaða álfakyni ert þú af?

Hafrún Ásta hálf test óð orðin skal reyna að finna eitthvað skemmtilegra til að setja hérna inn.