16 júlí 2006

Aktív í fríinu.

Já svei mér þá. Gamalt klár fékk upplyftingu smá viðbót og fór í ramma.
Svo eru hérna myndir af litlu plássfreku hjálparhellunni hehe.



Svo er ég búin að vera svo aktív í saumaskapnum undanfarið að ég bjó til afmæliskort fyrir afmæli sem við fórum í í dag nafn stelpunar byrjar á Á


Hafrún Ásta alltaf á fullu.

09 júlí 2006

Myndir og lokaleikir HM

Myndir af kisunni og puntviskustykkinu sem ég kláraði upp í bústað. Já hún er svaka skemmtileg þessi mynd.
Hér er þá Nala

og svo önnur Nölu og strákunum


og svo ein af puntuviskustykkinu mínu úr bókinni góðu sem keypt var í London í Mars.


Svo er það HM ... í gær veðjaði ég við sigga að ef Þýskalandi ynni Portúgal fengi ég saumavél og ég vann en ég fæ hana víst í jólagjöf. Svo unnu Ítalir í dag en ég hélt með Frakklandi. en þrátt fyrir að fylgjast ekki mikið með fótbolta þá fannst mér þetta atvik með Zidane þegar hann skallaði Materazzi í brjóstið ótrúlegt því svona gera menn ekki og alls ekki í sínum síðasta leik.

En já ekki meira um það ...
Hafrún Ásta sem hendir þó stundum inn myndum.

07 júlí 2006

Erum komin heim og ...

Kisan líka hún Nala sem er grá og hvít og voða skemmtileg og kelin. Er óðum að venjast okkur Sigga og svo hefur hún tíma til að venjast strákunum. Vill ólm kela og skoða sig um. Er nú pínu grallari líka en svaka sæt.

Annars erum við bara að horfa á Rockstar : Supernova núna og vonum að Magni detti ekki út vona að Phil detti út eins og staðan er núna.

Meira seinna
Hafrún Ásta sem er fegin að vera komin heim.