30 júní 2006

bless í viku

við erum að fara á ættarmót svo beint upp í bústað svo komum við heim og náum í nýja fjölskyldumeðliminn. Kisu sem heitir Nala.

Hafrún Ásta ferðalangur

28 júní 2006

Loksins loksins

drattast maður til að setja nýjar myndir inn á síður strákanna.

Hafsteinn Vilbergs og Heiðmar Máni

Snúllarnir mínir og margt annað ef þið viljið leyniorðið þá bara sendiði línu. Ég læsti síðunum nefnilega

Hafrún Ásta

21 júní 2006

Alltaf nóg að gera

Já í þessari familíu er alltaf nóg um að vera. Þriðju helgina í röð fórum við úr bænum og nú norður. Sigrún var að útskrifast. Algjör pæja og óskum við henni til hamingju aftur. Hafsteinn átti viðburðaríkan 17. júní ... Hann fékk sér sundsprett í öllum fötunum og skónum líka, þegar hann datt ofan í lítinn gosbrunn í Lystigarðinum á Akureyri. Þetta gerðist auðvitað þegar við vorum ekki á okkar bíl og því ekki með leikskólatöskuna í bílnum. Svo hann fór út úr garðinum að bílnum sem við vorum á með Ingibjörgu og Natani. Þar var hann strípaður eftir að hafa GÓLAÐ alla leiðina þangað að það mætti enginn sjá hann og að þetta væri ekkert fyndið. Ég barðist við að hlægja ekki. En jú þarna er hann strípaður og fer í kvennmannssokkabuxur af Ingibjörgu og flíspeysu af Natani. Svona var hann skólaus þar til ég var búin að keyra á bílnum, á meðan hann beið í garðinum, að ná í föt í bílinn okkar. Ég sé mest eftir að hafa eki tekið mynd af honum rennblautum á símann. Svo fórum við að fara í sparifötin og í útskriftarveisluna og þar var nú svona líka svaka stuð. Fullt af litlu frænkum (undir 1 árs) alla rhver annarri sætari.
Úr veislunni var haldið í pössun því hjá MA er matur og ball með nánustu um kvöldið. Hafsteinn og Heiðmar Máni lögðu því leið sína til Gunna og Lindu sem eiga hvorki meira né minna en 3 stráka (Daða Örn, Jóhann Inga og Svavar Mána) Það var nú svona líka gaman þar víst að þeir voru ekert á því að koma heim daginn eftir. Svo vonandi hittum við þau nú sem oftast (hér og þar).
Nú svo komum við heim á sunnudeginum. Þá kom í ljós að Gísli var allur hann hafði nógan mat og nóg vatn en virtist ekki hafa jafnað sig á að missa Úa á sýnum tíma hann var alltaf frekar leiður að sjá eftir að hann dó. Hér var sem sagt dálítil sorg í gangi.

En það er verið að aathuga hvað við gerum næst það er hvort við fáum okkur annað dýr og þá hvaða dýr???!!! Það mun bara allt koma í ljós.

Hafrún Ásta sem ætlar að vera í bænum næstu helgi.

13 júní 2006

Roger Waters

Þessir tónleikar voru alveg hreint magnaðir og Siggi er alveg í skýjunum ennþá ... flott sýning og geggjað hljóðkerfi.

Tók helling af myndum og aldrei að vita nema ég hendi svo inn nokkrum.

Hafrún Ásta sem er fegin að geta labbað út í Egilshöll og heim aftur eftir tónleika.

07 júní 2006

Óvænt ánægja

Og svona líka frábær RISA KNÚS til ykkar Nonni og Ingibjörg þetta var rausnarleg og æðisleg gjöf þið eruð Frábær.

Við fengum óvænt miða á Bubba og það frítt og aukamiðarnir tveir fóru til Ernu og Jóa sem nutu sín í botn ekki síður en við tvö. Jón Fannar og Anna sem við buðum fyrst með okkur sögðust ekki komast (eða þau föttuðu ekki að miðarnir voru FRÍIR). En Erna mín og Jóhann Kári nutu góðs af því
Ég mun setja inn fleiri myndir seinna. En vá hvað það er magnað að þessi maður sem getur hoppað um allt svið í 3 tíma sé að verða 50 ára. Hann tók öll bestu lögin sín og við sungum mikið með. Hann tók Svartur afgan, Blindsker, Rómeo og Júlíu, Móðir, og hann endaði á Fjöllin hafa vakað og lét ekki klappa sig upp lengi ... Gentleman sko. Ég keypti bol handa Sigríði Ósk frá tónleikunum og annann handa mér og svo einn geisladisk það var þá orðið um andvirði miðans.

Ég gæti talað mun meira um þessa tónleika og geri það kannski en samantekt því ég er í vinnunni en vildi endilega skrifa þetta niðru samt.

ÞAÐ VAR GEGGJAÐ GAMAN..............!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hafrún Ásta sem skilur vel afhverju hún hlustaði svona mikið á Bubba þegar hún var tólf ára og alla tíð síðan.

01 júní 2006

Gamlar bíómyndir

Ég hef oft talið að gamlar uppáhaldsmyndir eigi að vera það ekki eigi að horfa á þær aftur. Þetta á við um myndina "Neverending Story" ég sá hana 3var í bíó sem barn stóðst engan vegin samanburð þegar ég sá hana aftur 18 ára

En í gær horfðum við Siggi á "Ace Ventura - Pet detective" og ég hló alveg helling ... Næsta mynd hjá okkur saman er "Ace Ventura - When Nature Calls" minnir að hún hafi verið fyndnari.



Svo áðan horfði ég á "The color purple" og þessi mynd stenst tímans tönn og ég grét enn á vissum hlutum myndarinnar og hún hefur enn áhrif á mann.



Svo það er greinilegt að sumar myndir eru enn fyndnar og vel gerðar og standans það að maður horfi á þær aftur eftir langann tíma.

Hafrún kvikmyndaglápari